Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 130
124
BÚNAÐARRIT
um fóðurgildið. Ég sé heldur ekki ástæðu til þess að
skýra hér frá því, hvaða aðferðir ég notaði við úl-
reikninga mína. Það yrði alllangt mál, en ég fylgdi þar
reglum, sem almennt eru notaðar af þeixn, er við slíka
litreikninga fást.
Eins og áður var getið, voru rannsökuð 20 sýnishorn
af töðu. Þrjú af þeim skáru sig alveg úr að því leyti,
að eftir efnagreiningunni að dæma voru þau miklu lé-
legri en nokkur hinna. Þegar þau eru tekin frá, og að-
eins reiknað með þeim 17, sem eítir eru, verður meðal-
fóðurgildi þeirra á þessa leið: / fóðureininguna þarf
2,3 kg, og i hverri fóðureiningu eru ca. 106 g af melt-
anlegum eggjahvituefnum. Til samanburðar má geta
þess, að Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri á Hvann-
eyri, hefir fyrir nokkrum árum síðan safnað 03 efna-
greiningum af töðu, og samkvæmt þeim reyndist fóður-
gildiö að meðaltali þannig, að 2 kg þyrfti í fóðurein-
ingu með 110 g af meltanlegum eggjahvítuefnum. Enn-
fremur hel'ir Guðm. Jónsson kennari á Hvanneyri
reiknað rit meðaltal af 104 töðuefnagreininguin, og
voru efnagreiningar þær, sem Halldór hafði notað, þar
með. Niðurstaðan var svo að segja hin sama. Á þess-
um éfnagreiningum er byggð sú regla að 2 kg af is-
lcnzkri meðaltöðu jafngildi einni fóðureiningu.
Af því sem ég nefndi áðan, um hið reikningslega fóð-
urgildi töðunnar, sem rannsökuð var í vetur, sést að
hún er töluvert lakari en meðaltaðan, eins og við var
að búast. Þó að meltanleg eggjahvíta pr. fóðureiningu
sér nær því ei'ns há og í meðaltöðunni, er ekki þar með
sagt að taðan frá í sumar innihaldi jafnmörg % af
þessum efnum. % meltanleg eggjahvíta eða meltanleg
eggjahvíta pr. kg verður að sjálfsögðu töluvert lægri
en í meðaltöðunni, en vegna þess hve mikið þarf í fóð-
ureininguna af töðunni frá i sumar, nálgast magn þess-
ara efna pr. fóðureiningu ineðaltöðuna. — Til skýr-
ingar á því, hve mikið ineðaltal þeirra 17 sýnishorna