Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 77
BÚNAÐARRIT
71
sjúkdóms, í sambandi við þá tiltölulega nýju þekk-
ingu manna á bakteríum sem plöntusýklum, — og
einnig vildi ég benda á nýja leið til þekkingarauka.
Hún fjallar um brunasýki lcorntegundanna, en mér
:gafst ekki tækifæri til þess að ræða hana nánar í köfl-
unuin á undan.
Fyrir 1G0 árum kom út mjög merkilegur bæklingur
i Kaupmannahöfn, sem að vísu ekki vakti neina eftir-
tekt þá. Höfundur hans var Johann Chr. Fabricius,
•og titill bæklingsins var mjög yfirlætislaus: Tilraun
til ritgerðar um sjúkdóma plantnanna (Forsög til en
Afhandling om Planternes Sygdomme). Til þess að
v'ér getum gert oss nokkra hugmynd um hina miklu
„villutrú“ Fabriciusar, verðum vér að minnast þess,
nð á þessum tímum sat sjálfskviknunarkenningin
í öndvegi. Hugmyndir Fabriciusar voru þvert ofan í
hinar venjulegu skoðanir, að brunaryðið á hveiti-
kornunum yrði til sakir ummyndana á vefjurn korn-
anna. Hann hélt, að það væri „eitthvað lífrænt“, ein-
hver lifandi vera, sem væri orsök brunans. Af þess-
um ástæðum er Fabricius nú á dögum talinn hinn
fyrsti sýklafræðingur, þ. e. a. s. sá, sem fyrstur manna
viðurkenndi sjálfstæði sýklanna.
Vér höldum áfram á þessari braut og staðnæmumst
cigi fyr en árið 1807, er Prévost birti rannsóknir sín-
ar á brunasveppi hveitisins. Þér munið kannske eftir
því, að Prévost var sá fyrsti, sem sá sveppgró spíra,
— og þau sveppgró, sem hann sá, voru einmitt at'
hveitibruna. Prévost komst miklu nær hinni réttu
•orsök sjúkdómsins heldur en Fabricius hafði gert.
Þvi að hann áloit réttilega, að spírun gróanna væri
upphaf þróunar svepps þess, sem brunasjúkdómnum
veldur.
En leið vor liggur áfram, og er vér höldum enn
hálfa öld fram í tímann, komumst vér á vegarend-
ann. Yður mun gruna, hvað ég á við, en það cr bók