Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 34
2<S
B Ú N A Ð A R R I T
ar sóttkveikjur drepast aðeins er kornið getur leitt
hitann í gegnum sig, eí'tir að vera fyrst hleytt upp í
vatni.
í daglegu líi'i er það aðeins hin síðari aðferð, heit
vatnsmeðferð ei'tir bleytingu, seni hefir nokkra þýð-
ingu, því að hún er enn sú einasta aðferð, sem menn
hafa, til þess að losa hygg og hveiti við nakinn bruna-
svepp. í stað hinnar einföldu heitu vatnsmeðferðar
hafa menn nú afsveppunarlyf, sem bæði eru vissari
og einfaldari.
b. Jarðsmitun. Nú verður rætt uin sjúkdóma, er
hafa jarðsmitun, og um þá möguleika, sem til eru, til
þess að útrýma sýklum úr jörðinni, hvort heldur þeir
eru ofarlega eða djúpt í jörð eða sitja á rotnandi
plöntuleifum. Það er fyrirfram augljóst, að unnt er
að eyða slíkum sýklum með þvi að sótthreinsa jarð-
veginn. En þessi aðferð er svo dýr, að hún borgar sig
aðeins, þegar um lítið jarðvegsmagn er að ræða eins
og í jurtapottum, sáningarkössum, vermireitum,
gróðrarskálum og ef til vill í fræbeðum. Einnig gæti
hún borgað sig á smáreitum, þar sem hættulegir
sjúkdómar hafa náð fótfestu. Öruggasta leiðin til þess
að sótthreinsa jarðveginn er gufusótthreinsun, en það
er líka unnt að nota til þess ýms efnasambönd með
góðum árangri, einkum formalín, suhlímat, uspulun
og karbolsýru. Hinir ýmsu sveppir eru misjaí'nlega
næinir fyrir sótthreinsunarlyfjum. Rótarflókasveppur
er mjög næmur fyrir kvikasilfursmeðulum, en kím-
myglu-róthruninn (Kimskiminel-Rodhrand) stenzt
þau vel, og því verður að nota formalín eða hráa kar-
holsýru gegn honum. Sakir þessa verða menn að nota
sambland sótthreinsunarlyfja, t. d. formalín eða kar-
hólsýru -f- sublíinat. Hið lífræna kvikasilfurssam-
hand uspulun, sem inniheldur hæði kvikasilfur og
fenol, er hið mest alhliða sótthreinsunarmeðal á
jarðveg.