Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 10
4
B Ú N A Ð A II R I T
Þessi sjálfskviknunarkenning var ríkjandi trú, sem
eigi var unnt að þoka úr stað. Það var myrkur yfir
þessuin tíma, er leiftur af hinu rétta ljósi gátu ekki
dreift. Árið 1651 kom hinn enski læknir og lifeðlis-
fræðingur Wm. Harveij, sá sem einnig uppgötvaði
hringrás hlóðsins, fram með þessa kenningu: „Omne
vivtim ex ovo“: allt, sem lifir, er komið úr eggi. Þetta
er kenning, sem enn er eitt af grundvallarlögmálum
Hffræðinnar. En gat Harvey unnið hug á trúnni um
sjálfskviknun með þessu? Engan veginn, því að allt-
of margir „vitrir“ menn stóðu á verði um hana! Eða
var ítalinn Spallanzani heppnari? Á þessari sömu öld
sýndi hann þó fram á, að hvorki gerjun né rotnun á
sér stað i neinum vökva, sem soðinn hefir verið í
nokkurn tíma, án þess að nýtt loft komist að. Þetta
sama sýndi Pasteur fram á tveim öldum síðar. En sá
var munurinn, að menn Irúðu honum, en ekki því,
sem Spallanzani sagði.
Það er fyrirfram augljóst, að plöntusjúkdómafræðin
lilaut að lúta í lægra haldi fyrir áhrifum kenningar-
innar um sjálfskviknun. Og því hlutu líka plöntu-
sjúkdómarnir að verða til af sjálfsdáðum, innan í
plöntunum sjálfum. Er menn rannsökuðu sjúka
plöntuvefi undir smásjá, var það alvanalegt að finna
sveppi, — þal eða gró, — í þeim. En það var álitið, að
þeir hefðu kviknað af sjálfu sér í hinum sjúka vef.
Það voru einmitt sjúkdómseinkenni plöntunnar, að
sveppir komu í Ijós i þeim. Jafnvel svo seint sem'árið
1833 reit hinn austurríski grasafræðingur Franz
Unger bók um sjúkdóma plantnanna, þar sem hann
þegar á titilblaðinu hélt fast í sjálfskviknunarkenn-
inguna. Þessi líll fræga bók nefnist: Exanthcme der
Pflanzen, Útbrot plantnanna. Nafnið talar sínu máli.
Unger telur að vísu þá sveppi, sem finnast í hinum
sjúku plöntuvefjum, sjálfstæðar verur, og meira að
segja þess virði, að þeim væri gefið nai’n og skipað í