Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 108
102
B Ú N A Ð A R R I T
Smitvessar blaðvefjuveikinnar berast með jarðepl-
unum, því að öll jarðepli undir sjúku grasi eru sýkt
og bera smitið í sér í garðana á næsta suinri. En í
görðunum lierst blaðvefjuveikin á heilbrigðar plönt-
ur með ýmsum skordýrum, en þó einna mest með
blaðlúsategundinni Myzus persicae. Sakir þessa ber
mest á blaðvefjuveikinni á þeim stöðum, er hafa mild-
asta veðráttu, því að þar dafna blaðlýsnar betur held-
ur en þar, sem kaldara er. Af þessari sömu ástæðu
ber einnig minnst á veikinni í köldum sumrum. Jarð-
smitun á sér aldrei stað. Kartöfluafbrigðin eru mis-
munandi næm fyrir veikinni. Einkum leggst veikin
þungt á Magnum Bonum, en Up to date og Riicliters
Imperator eru líka næm fyrir henni. Aftur á móti
standast bæði King George og Pepo hana mjög vel.
Varnir: Einustu varnir, sein menn hafa gegn veik-
inni, eru þær, að nota heilbrigt og velþroskað útsæði,
uppalið í görðum þar, sem veikinnar hefir ekki orðiö
vart. Litlar útsæðiskartöflur eru ávallt mjög grun-
samar. Verði menn varir við blaðvefjuveikina í görð-
um, verður að útvega nýtt útsæði. Ennfremur er sjálf-
sagt að útrýma blaðlúsum og öðrum skordýrum eí'tir
megni. Spírun jarðeplanna getur gefið góða bendingu
um heilbrigði þeirra, þareð blaðvefjuveik jarðepli
spíra hægar og tregar en heilbrigð.
Er ég lýk þessum kafla, vona ég að ég hafi getaö
komið yður i skilning um að smitvessasjúkdómarnir
eru afar eftirtekarverðir, og því er ekki að furða, þó
stöðugt fjölgi þeim vísindamönnum, sem leggja stund
á að rannsaka þá. Og margar vísindastol'nanir um
heim allan hafa stofnað sérstakar deildir, sem ein-
göngu iast við rannsóknir á smitvessasjúkdómum,
Þetta er ung og framsækin vísindagrein, sem nú þeg-
ar hrósar mörgum sigri, en á þó ennþá fleiri óráðnar
gátur að glíma við. Og erl'iðasta gátan, urn eðli smit-