Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 51
BÚ NAÐ ARRIT
45
draga þá rökréttu ályktun, að nærni fyrir einhverjum
sjúkdómi er jafnt komið undir eiginleikum sýkilsins
sem eiginleikum plöntunnar. Að þessu verður nánar
vikið síðar, en fyrst um sinn látum vér oss nægja að
nthuga þá eiginleika plantnanna, sem hugsanlegt er,
að hafi áhrif á næmið, standi í heinu sambandi við
það, eða sé jafnvel hin eiginlega orsök þess. Rúmið
leyfir ekki, að farið sé mikið út í þetta mál. Ég læt
inér nægja að vekja athygli yðar á þeim eiginleikum,
sem hér getur verið um að ræða: Hirin „osinótiska“
þrýsting í frumunni, sýrumagn frumusafans, innihald
í'rumunnar af næringarefnum, hæfileika hennar
til þess að mynda varnarefni, eins og t. d. sútunar-
sýru, eða til þess að hindra vöxt sveppanna með
varnarvefjum, eins og t. d. korklagi, og loks hæfile'ik-
ar frumunnar til þess að mynda móteitur, nokkurs-
konar „serum“, gegn sýklinum. Er ég svo bæti því við,
að ýmsir aðrir eiginleikar og ýms lífsstörf í hinni lif-
andi frumu geta haft áhrif á næmið fyrir sjúkdóm-
unum, og minni yður aftur á, að næmið er einnig
undir eiginleikum sýklanna komið, — þá munuð þér
sjá, að spurningin, um hinn lífeðlisfræðilega grund-
völl næmisins, um hið rétta eðli þess og orsakir, opnar
því nær óendanlega framtíðarviðhorf.
Vilji menn rannsaka orsakir ónærnis gegn plöntu-
sjúkdómum, sem ekki eru smitandi, t. d. oddvisnun
á höfrum(Gulspidssyge), dílaveiki eða sjúkdóma,
sem eru aflciðingar óheppilegs hitastigs, horfir málið
öðruvisi við og er langtum auðveldara. Hér er nefni-
lega ekki barátta milli tveggja óvina, en aðeins áhrif
einhvers afls á plöntuna. Tilraunastjórinn getur hæði
látið áhrifin stöðvast, vera þau sömu á plöntuna, eða
breytt þeim el'tir vild, og hann getur mælt og reiknað
út styrkleika áhrifanna. Hér eru ekki tvær óþekktar
stærðir eins og við smitandi sjúlcdóm, heldur aðeins
ein óþekkt stærð, nefnilega plantan. Þess vegna má