Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 65
BÚNAÐARRIT
59
arhæfileika. Og ég nefni þetta til þess að gera yður
ljóst, að ef einhver nytjajurt á að vera ónæm fyrir
einhverjum sjúkdómi, verður hún að geta staðist á-
hlaup allra smitunarafbrigða þeirra sveppategunda,
sem á hana kunna að leita.
Nú er þvi, sem betur fer, þannig varið, að öll þau
smitunarafbrigði, sem einhver svepptegund liefir, eru
ekki öll á sama stað. Frá einu héraði til annars og
frá landi til lands er mikill munur á tölu þeirra. Sum-
staðar eru kannske örfá eða aðeins eitt smitunaraf-
hrigði, en annarsstaðar getur verið mesti fjöldi þeirra.
Og í einu landi geta verið mjög þróttmikil afbrigði,
en í öðru landi aðeins veik og þróttlítil. Ég vil stutt-
lega nefna nokkur dæmi, sem skýra þetta.
Eins og áður er neí'nt, kemur það mjög sjaldan
fyrir hér í Norður-Evrópu, að hveitisvartryð smiti
hygg. En í Norður-Ameríku er það algengt. Skýringin
er sú, að í Norður-Ameríku á byggið við miklu þrótt-
meira smitunarafbrigði að etja heldur en hér i álfu.
Hér á Norðurlöndum eru ýmsar hveititegundir lítt
næmar fyrir gulryði, en sunnar í álfunni eru þessar
tegundir mjög næmar fyrir því, sakir þess, að þar er
annað smitunarafbrigði.
Af þessum dæmum er auðvelt að sjá, að hér er um
þýðingarmikið atriði fyrir plöntukynbætur að ræða.
Því hvað segir það oss eiginlega, að einhver ný plöntu-
tegund sé ónæm fyrir einhverjum sjúkdómi? Ekki
annað en það, að hin nýja tegund hafi reynzt ónæm
á þeim stað, er hún varð til, og á þeim tíma, er það
tók að mynda hana. Það er ómögulegt að segja neitt
um það fyrirfram, hvernig ónæinið reynist annars-
staðar og á öðrum timum, þótt að vísu megi komast
noklcuð í þá átt, með því að reyna tegundina víða, áð-
ur en hún verður að verzlunarvöru.
Einungis það atriði, að mismunandi smitunaraf-
brigði eru til á ýmsum stöðum, hcfir það í för með