Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 132
BÚNAÐARRIT
126
hirt 20. sama mán. Fóðurgildi reiknaðist 2,0 kg pr.
fóðureiningu með 120 g af meltanlegum eggjahvítu-
efnum. Ræði þessi sýnishorn eru eins og meðaltaðan
hvað fóðureiningar snertir, en eggjahvítumagnið er
hærra, og hæði eru þau fullt eins góð og taðan norðan
úr Eyjafirði, sem l'yr var getið. Athygli skal vakin á
því, að á háðum stöðunum var þessi nýx-æktartaða
slegin snemma. — Þriðja sýnishornið í röðinni, hvað
gæði snertir, var háartaða frá Blikastöðum, óhrakin
eða mjög lítið hrakin. Fóðurgildið reiknaðist þannig,
að 2,1 kg þyrfti i fóðureiningu með 122 g af meltan-
legum eggjahvítuefnum. — Lélegustu sýnishornin, sem
tekin voru í nxeðaltalið, voru frá Brekkum í Holtum og
Seljalandi undir Eyjafjöllum. Þau voru tekin úr töðu,
sem slegin var frá 1.—20. júlí og liirt laust fyrir mán-
aðamótin júlí—ágúst. I töðunni frá Brekkum sýndi
efnagreiningin c.a 20% af vatni, og er það óvenju mikið.
Mér reiknaðist til að 2,8—2,9 kg þyrfti í fóðureining-
una af töðunni frá þessuxn hæjum. Fyrir 14—15 kg af
þannig verkaðri töðu geta menn, samkvæmt efnagrein-
ingunni, ekki vænst þess að fá meira en ca 5 1 af mjólk.
Kýr, sem mjólkar 15 1 á dag af meðalfeilri mjólk,
þyrl'ti þá að fá til viðbótar liðlega 3 ltg af fóðurblönd-
un úr sildarmjöli og maís í hlutföllunum 1:3, eða álíka
mikið af fóðurblöndu M. R. og S. í. S., ef hún á að
halda þeirri nyt til lengdar.
Léleg er einnig úr sér sprottin og dálítið hrakin ný-
ræktartaða l'rá Blikastöðum og taða frá Kleppi. Eftir
rannsókninni að dæma þurfti 2,7 kg í fóðureininguna
af þessum heyum.
Um þau 10 sýnishorn, sem ég hefi ekki minnst á
sérstaklega, er það að segja, að þau voru flest nálægt
meðaltalinu. Það þurfti 2,2—2,4 kg í fóðureiningu af
þeim. - Um mellanleg eggjahvítuefni í þeim 17 sýnis-
hornum, sem ég nú hefi rætt nokkuð, skal tekið fram,
að þau nema um og nokkuð yl'ir 100 g pr. fóðureiningu,
í