Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 60
54
B Ú N A Ð A R R I T
hafa alizt upp við, er hafa áhrif á útlit þeirra. Og í
strangasta skilningi orðsins vaxa vart tvær jurtir við
nákvæmlega sömu kjör. Jarðvegurinn á akrinum
breytist við hvert fótmál, sýrumagnið, rakinn, eðlið
og næringarmagnið er hvergi það sama. Ljós og skuggi
falla ekki jafnt á einstaklingana, og sveppir, bakt-
eríur og dýr rýra stundum þessa og stundum hina
plöntuna. Hér gildir það sama og alls staðar annars
staðar, að svipfar einstaklingsins er bæði undir eðlis-
fari og lífskjörum komið. Innan þeirra takmarka, sem
eðlisfarið leyfir, móta lífskjörin einstaklingana á ó-
endanlega margvíslegan hátt. Aí' þessu má draga þá
rökréttu ályktun, að af svipfari og aflcöstum einstakl-
inganna, verður ekki ráðið neitt með vissu um eðlis-
farið, eða ræktunargildið. Vel fóðruð kýr, af lélegum
stofni, getur litið margfallt betur út og gefið af sér
meiri mjólk heldur en illa fóðruð kýr af góðum stofni.
Útlitið, svipfarið, getur villt oss sýn. Það er ómögu-
legl að komast fyrir um eðlisfarið með því að at-
huga svipfarið, og gerir það öllum, sem við kynbæt-
ur fást, starfið miklu erfiðara. Hugsið yður, hvað allar
kynbætur yrðu langtum auðveldari, ef unnt væri að
koma auga á hið góða eðlisfar, án þess að rannsaka
það með erfiðum afkvæmarannsóknum.
Eftir þennan inngang, hverfum vér aftur að efn-
inu: næmi plantnanna fijrir sjúkdómum, og tökum
það upp til athugunar að nýju. Þá verður þessi spurn-
ing fyrst fyrir oss: Hvaða áhrif hafa lífsskilyrðin á
upptök einhverra plöntusjúkdóma? Eitt er fyrir
l'ram víst: Sjúltdómar koma ekki fram, nema einhver
sýkill eða orsök sé til, en vér gerum ráð fyrir að svo
sé. Og vér gerum einnig ráð fyrir því, að sé einhver
planta ónæm fyrir einhverjum vissum sjúkdómi, sak-
ir eðlisfars síns, þá taki hún aldrei undir neinum
kringumstæðum þennan sjúkdóm. Þannig sýkjast
sum kartöfluafbrigði aldrei af vörtupest, því