Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 148
142
BÚNAÐARRIT
arsýslu og yrði þó miklu meiri, ef bú Thor Jensens
væru talin ineð. Það er greinilegt, að kúabúin eru
stærst, þar sem um mjólkurmarkað er að ræða. Þar
sem mjólkurmarkaður er lítill eða enginn eru kúabúin
smá. Kálfaeldi er i nokkrum sýslunum meira en þarf
til viðhaltls stofninum, og er það, sem vænta mátti, í
þeim sýslunum, sem hafa aðstöðu til að selja naut-
gripi til slátrunar.
Tekjurnar af kúabúunum hefi ég fundið þannig, að
áætla ineðalkýrnytina og þá áætlað eftir því, sem
reynslan frá nautgriparæktarfélögunum og kunnug-
leiki minn hafa bent mér á að réttast væri i liverri
sýslu. Mjólkina hefi ég síðan reiknað til verðs á 15
aura, þar sem ekki var um mjólkurmarkað að ræða,
en annars ineð því verði, sem hefir verið raunverulegt
nettóverð til bændanna árið 1933.
Nautgripi til slátrunar hefi ég reiknað á 150 kr„ en
nýborna kálfa á 10 kr. og eftir skýrslunum er auðgert
að sjá hve mikið af kálfunum er drepið strax.
Sauðfjáreign meðalbóndans sést í næstu dálkum
sundurliðuð. Meðalbóndinn í Mýrasýslu á flest sauð-
fé eða 157,2 kindur. í Gullbringusýslu er féð aftur fæst,
og koma þar ekki á meðalbóndann nema 33,7 kindur.
Ánum er skipt í ær með lömbum og lamblausar ær.
Lamblausu ærnar eru mismikill hluti af ánum, flestar
eru þær að tiltölu í Gullbringusýslu, 28,7% af öllum
ánum, en fæstar í Vestur-lsafjarðarsýslu, 5,8%.
Nú má vel vera, að enn séu einhverjir sem telja fleiri
a*r geldar en raunverulega eru það, en það verður að
taka tölurnar eins og þær koma fyrir. Orsakirnar til
þess að ær verði geldar eru misjafnar. Það er til, að
gömlum áin sé haldið frá hrútum til þess að gera þær
vænni lil frálags. Þetta er eðlileg ástæða, og getur ol't
verið fullkomlega réttmæt, eins og ærkjötsmarkaði
hefir verið varið hin síðari ár. En þó er þetta sjald-
gæft. Venjulegu ástæðurnar til þess að ær verði geldar