Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 156
150
BÚNAÐARRIT
svo sem aðrar stéttir höfðu þá þegar. Fleiri lögðu þar
gott til málanna og var nú ákveðið að stofna slikt sam-
band. Gengu þá þegar yfir 100 manns í sambandið, og
framkvæmdanefnd var kosin. Sú nefn gerði frumdrög
að lögum eða samþykktum fyrir sambandið, og sendi
þau, ásamt boðsbréfi víðsvegar um landið. Jafnhliða
gekkst framkvæmdanel'ndin fyrir fundarhöldum og
fyrirlestrum um þessi fyrirhuguðu félagssamtök. Um
þær mundir voru erfiðir timar fyrir bændur í Noregi
og ástæður þeirra ekki með öllu ólíkar því sem nú er,
bæði hér og annarsstaðar. Það er þess vegna ekki úr
vegi að athuga nánar, hverjar ástæður voru færðar
fyrir nauðsyn félagssamtakanna, bæði af Landmark
sjálfum og af undirbúningsnefndinni, í ávarpi því er
hún sendi út um landið.
Þar segir m. a.:
„Þegar við, norskir bændur, berum ástandið, eins
og það er nú, saman við undanfarna tíma, þá sjáum
við að miklar breytingar hafa orðið, margt hið gamla
er að líða undir lok og hverfa, en annað nýtt tekur
við. Samgöngur hafa batnað, og viðskiptamöguleik-
arnir breyzt. Alþýðufræðslan hefir mjög aukizt, en
vinnukral'tur er torfenginn. Mörgu hinu nýja tökum
við með gleði, en margt er það sem veldur oklcur á-
hyggjum. Við eigum nú við að búa litlar tekjur —
stórum minni en verið hafa að undanförnu, — og þær
hrökkva skammt á móti einkaþörfum og kröfum til
opinherra gjalda. Úr öllum áttum er kvartað yfir erf-
iðum afkomumöguleikum, útgjöldin bera tekjurnar
langsamlega ofurliði, og skuldir hlaðast þess vegna á
menn.
Þegar menn hafa vanið sig við meiri útgjöld og
á meiri kröfur til lífsþæginda en áður, opinber gjöld
fara liækkandi, og slikt hið sama vinnulaunin, þá er
ekki að furða, þótt afkoman verði léleg eins og nú er
ástatt.