Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 167
BÚNAÐARRIT
161
Kaupauðgiskenningin hafði innrætt mörgum þær
skoðanir, að það væri aðalatriðið, fyrir hverja þjóð,
að afla sér lífsnauðsynja á sem ódýrastan hátt, og það
skipti minnstu máli, „hvaðan gott kæmi“, hvort það
væri eigin framleiðsla eða aðkeypt.
Kornrækt hafði verið stunduð í Noregi öldum sam-
an ,og lengi vel brauðfæddi landið sig sem kallað var,
þ. e. a. s. að korn var ekki flutt inn. En á stríðsárun-
um 1807—1814 var svo komið, að kornræktin innan-
lands fullnægði ekki kornmatarþörfinni nema að %
hlutum, og menn ráku sig þá á, hversu illa landið var
statt, hvenær sem ófrið bar að höndum, ef ekki væri
ræktað nægilegt brauðkorn í landinu, því að þær
þjóðir, sein á friðartímum voru aflögufærar, lokuðu
þá kornforðabúrum sínum fyrir öllum framandi þjóð-
um, og létu þær svelta heilu og hálfu hungri, ef svo
vildi verkast. Þessar köldu staðreyndir leiddu það af
sér, að kornræktin var aukin á þeim stríðsárum og
fyrst á eftir, en þær gleymdust l'ljótt, þegar frá leið,
og þá sótti í sama horfið um kornræktina, að henni
hrakaði, einkum þegar Ameríka fór að keppa á lcorn-
vörumarkaðinum í Evrópu, og verð á innfluttu korni
féll niður fyrir framleiðsluverðið innanlands. Þvi var
þá og haldið fram, að náttúrufar landsins væri
þannig, að betur hentaði fyrir grasrækt og húfjárrækt
eða iðnað og yfirleitt þann atvinnurekstur, sem minst
væri háður loftslaginu. Þess vegna var á síðari hluta
19. aldar horfið nokkuð frá kornræktinni, en aðal-
áherzlan lögð á búfjárræktina í landbúnaðinum og
þó var t. d. kúastofninn ekki hetri en það, að meðal-
kýrnyt var 1865 talin 951 kg., 1885 um 1130 kg. en
1900 um 1280 kg. og 1915 um 1485 kg. og um 400 kg.
hærri á betri búum.
Landmarlc var einn af þeim, sem litu svo á, að
kornræktin ætti að víkja fyrir grasræktinni og búfjár-
ræktinni — og þetta var þá hin ráðandi stefna — og
11
L