Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 137
Búnaöarástandið árin 1932 og 1933.
Eí'tir Pál Zóplióniasson.
Hér á landi eru nú taldir 6427 bændur. Þessir bænd-
ur hafa sama hlutverk og stéttarbræður þeirra i öðr-
um lönduin, það, að yrkja jörðina og gera sér dýr
merkurinnar undirgefin. Úr móðurmoldinni frjóu fá
þeir jurtirnar til að spretta, og þær verða svo annað
hvort beint til þess að fullnægja þörfum niannanna,
eða þær gera það, eftir að hafa orðið fyrir margskonar
breytingum af slcepnunum, sem átu þær og umsettu.
Hér á landi þarf bóndinn að láta skepnurnar um-
setja megnið af því, sein hann uppsker úr skauti jarð-
ar. Afkoma hans fer eftir því, hve mikið hann uppsker,
hve uppskeran verður honum dýr, hvernig honum
heppnazt að láta skepnurnar umsetja uppskeruna, og
hvernig honum gengur að koma afurðunum í verð.
í sveitum landsins eru taldar 6188 jarðir. Á 493 af
þessum jörðum bjó ekki fólk árið 1930. Sumar þessar
jarðir, eða um 60, eru notaðar af mönnuin sein búa í
kaupstöðum eða kauptúnum, og nolikrar þeirra eins
vel setnar, þó mannlausar séu, eins og þær jarðir eru
yfirleitt sem bændur búa á. Yfir 200 eru lagðar undir
aðrar jarðir. Oltast er þar um hlunninda jarðir að
ræða s. s. varpjarðir, veiðijarðir, góðar engjajarðir eða
heitarjarðir o. s. l'rv. Þessi stelna, að menn fækki býlum
i sveitinni, til þess að gela hafl meira í veltunni sjálf-
ir, er þó víðast á landinu að missa fylgjendur hin síð-
ari ár, þó eru þess alveg ný dæmi, jal'nvel frá síðast-
liðnu ári það síðasta, að þetta sé gert.
Yl'ir 100 jarðir eru í eyði, og eiginlega ekki nytjaðar