Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 168
162
BÚNAÐARRIT
það var jafnvel trú margra, að fyrir vestan Líðandis-
nes og norðan Dofrafjöll væri í rauninni alls ekki skil-
yrði til kornræktar. En kornræktin átti líka sina tals-
menn, sem vissu hvernig ástandið var í byrjun 19. ald-
arinnar og hvað var í húfi, ef aftur kæmi stríð, og
þegar ófriðarblikan tók að þéttast undir heimsstyrjöld-
ina miklu, sóttist þeim betur kornræktarmönnunum,
og undir forustu félagsins — svo ég noti orðatiltæki
kommúnistanna — var kröftuglega unnið að því að
opna augu manna fyrir nauðsyn kornræktarinnar, og
endurvekja trú manna á möguleika hennar, og þar
tók félagið búvísindin — tilraunastarfsemina ■— ó-
beinlinis í þjónustu málefnisins og með þeim árangri,
að nú er farið að rækta lcorn langt um lengra norður
á bóginn — eða allt norður undir 70° n. b. —, en
mönnum hafði komið í hug, að korn gæti þroskast, og
gefið þá eftirtekju, að nokkurt vit væri í að stunda
kornrækt. Koma hér til greina bæði hættar ræktunar-
aðferðir og hitt, að náðst hefir í nýja stofna með kyn-
bótum og úrvali. Getur þetta verið lærdómsríkt fyrir
okkur íslendinga, sem nú erum að byrja á því að endur-
reisa kornrækt hér á landi.
Heimsstyrjöldin hjálpaði hér líka til, eins og sjá
má af því, að eitt stríðsárið (1918) bættu Norðmenn
100000 ha. við kornræktarland sitt, og má kalla það
stríðsgróða félagsins.
Þegar iðnaðurinn reis upp fékk hann tollvernd, en
væri ymprað á því af hálfu landbúnaðarins, að land-
búnaðarvörurnar þyrftu lílca tollverndar við, þá var
því haldið fram af þjóðhagsfræðingunum, að þær væru
hrávara og hrávöru ætti og mætti aldrei tolla. Iðnað-
urinn elfdist í skjóli tollanna, dróg vinnukraftinn frá
landbúnaðinum og sjávarútveginum og hækkaði
verkakaupið fyrir þessum atvinnugreinum. Þær áttu
þess vegna örðugt uppdráttar í samkeppninni, mcðan
allt var í gamla úrelta horfinu og raddir fóru að heyr-