Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 48
42
BÚNAÐARRIT
Því fleiri, sem þeir erfðavísar eru, er ákveða ónæmi
fyrir einhverjum sjúkdómum, því meiri mismunur
verður á ónæminu meðal afkvæmanna, og þá verða
minni líkur til, að þau verði algerlega ónæm. Því ef
algert ónæmi næst, hlýtur það að koma af því, að allir
ónæmisskammtarnir lendi hjá einum einstaklingi.
Þessar hugleiðingar eru í fyllsta samræmi við þess-
ar tvær staðreyndir: 1. Ónæmi, alveg fullkomið ó-
næmi fyrir einhverjum sjúkdómi, kemur mjög sjald-
an fyrir. Og það má jafnvel efast um, að það eigi sér
nokkurn tíma stað í ströngustu merkingu orðsins.
2. Við athuganir á arfgengu ónæmi meðal plantna,
hefir oftast komið í ljós, að það á rót sína að rekja
lil margra arfbera, sem vinna í sömu átt.
Til þess að skýra þetla nánar, vil ég taka sérstakt
dæmi, sem uppgötvað var á tilraunastöðinni Svalöf í
Svíþjóð. Það er um mótstöðu eða ónæmi hafrategund-
anna gegn dilaveiki (Lysj)letsyge). Þessi sýki stafar
af vondu jarðvegsástandi og eitruðum ,,húmus“-efn-
um, en ekki af neinum sýkli. Það er gömul reynsla
manna, að mörg hafraafbrigði, eins og svartir þýzk-
ir mýrahafrar og gráir heiðahafrar, eru lítt næm
fyrir þessari veiki. Aftur á móti eru mörg hinna
gulu afbrigða mjög næm fyrir henni. Næmið geng-
ur bersýnilega að erfðum, og með tilraunum Nilson-
Ehle’s og Ákermans í Svalöf komust menn nokkuð
nærri um arfgengi ]>ess. Árið 1922 ræktuðu þeir, við
tilraunir sínar í dílasjúkum jarðvegi, hæði Abed Nova-
hafra, Svalöfafbrigðið Klock-hafra og einnig þriðja
ættliðinn eftir vixlfrjófgun hinna fyrrnefndu afbrigða
Að tilrauninni lokinni voru báðir foreldrarnir meira
eða minna sýktir, en þriðju ættliðirnir voru mjög
mismunandi sýktir. Þannig voru 5 þeirra enn
sýktari en það foreldrið, Nova-hafrar, sem næm-
asl var fyrir veikinni, en 4 þeirra voru alveg ósjúkir,
og þess vegna ennþá ónæmari fyrir veikinni heldur