Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 72
BÚNADARRIT
(56
þekkt og undirokað afbrigði verður fyrir úrvali nátt-
úrunnar. En geta algerlega ný smitunarafbrigði orðið
til, afbrigði með nýju eðlisfari og öðru arfgengi?
Slík afbrigði geta aðeins orðið til á annan hvoru
þessara tveggja hátta, annaðhvort við stökkbreytingu
(Mutation) eða við víxilfrjógun tveggja ólíkra for-
eldra. Vér leiðum stökkbreytingarnar alveg hjá oss,
hæði sakir þess, að vér vitum svo lítið um þær og
sakir þess, að þær eru mjög fátíðar. Aðalatriðið er,
hvort víxlfrjófgun eigi sér stað meðal sveppanna, og
hvort vér getum þá hugsað oss að ný smitunarafbrigði
myndist við svona frjófgun, á líkan hátt og margar
nýjar nytjajurtir hafa verið búnar til við víxlfrjófgun.
En það er tvennt, sem veldur því, að ég fer ekki
nánar út í þessi atriði: takmarkað rúm og erfiðleik-
arnir á því að skýra efnið svo auðskilið sé. En ég vil
þó nefna nolckur dæmi, til þess að skýra málið ofurlítið-
Menn liafa sýnt fram á, að grómyndunin meðal margra
svepjia (þ. e. myndun örlítilla æxlunarkorna, sem að
mörgu leyti er hægt að setja á beklt með fræjum hinna
æðri planta), er undir því komin, að tveir sveppaein-
staklingar sameinist við frjófgun. Því ef svo væri,
að hver einstaklingur væri sjáll'frjófgandi og víxl-
frjófgun ætti sér ekki stað, myndu hdn sömu afbrigði
vera óhreytanleg, nema stökkbreytingar ættu sér stað.
En þannig er þessu eklci varið. Menn liafa vitað það
langa lengi, að kynæxlun væri nauðsynleg til þess að
ýmsir myglusvcppir gætu myndað gró. En það er
fyrst á allra síðustu árum, að sýnt hefir verið fram á
víxlfrjófgun meðal hinna svonefndu æðri sveppa, eins
og bruna- og ryðsveppa. Árið 1926 hjó Þjóðverjinn
’Kniep fyrstur manna til bastarð við víxlfrjófgun
tveggja brunasveppaafbrigða, og haustið 1927 sýndi
Ameríkumaðurinn Craigie fram á, að svartryð á
„herberis", hið svonefnda flatryð, kemur aðeins fram,
er tveir svartryðseinstaklingar æxlast.