Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 41
BÚNAÐARRIT
35
2) í fötu, eða öðru íláti, eru 2 kg af hrenndu kalki
leyst upp í 10 1 vatns (3 kg leskjað kalk koraa að
sönni notum og 2 kg af brenndu kalki).
3) Kalkvatninu er svo hellt út í blásteinsupplausn-
ina í smáskömmtum, eftir hverja viðbót er hrært í
upplausninni, og hún reynd með lakmúspappír. Þeg-
ar vökvinn litar rauðann lakmúspappír bláann er
hætt að bæta kalki í.
4) Því næst er hrært vel í vökvanum (með tréskóflu,
eða öðru slíku verkfæri) og að litilli stundu liðinni
er vökvinn enn á ný reyndur með lakmúspappír. Við
tilbúning vökvans er það afar þýðingarmikið atriði,
að hann komi til með að líkjast þeim, sem búinn er
til eftir fyrri leiðbeiningunni. Þess vegna er svo mikið
undir góðri hræringu komið.
Efni það, sem notað er í Bordeauxvökva, verður að
vera hreinir og blátærir blásteinskrystallar. Bezt er
að leysa þá upp í köldu vatni (á 12—24 klukkust.),
með því að leggja steytta krystalla i léreftspoka eða
körfu ofan í vatnið. Sé blásteinninn leystur upp í heitu
vatni, verður lögurinn að kælast vel áður en blönd-
unin fer fram. Á botni keraldsins safnast oft bláleitt
kalkbotnfall, en það gerir ekkert til. Sé botnfallið aft-
ur á móti brúnleitt og hnoðrakennt, ber það vott um
að blásteinninn hafi ekki verið hreinn heldur bland-
aður járnvitríóli.
Kalkið þarf helzt að vera nýbrennt, því að ef mik-
ið er í því af kolsúru kalki er það miður fallið til
Bordeauxvökva. Við leskjun kalksins má aðeins hella
litlu af vatni á það í einu, og aldrei meiru en það get-
ur í sig drukkið. Þannig leskjað kalk sundrast á hálf-
tíma og verður að fínu dufti, sem svo er leyst upp í
að, sem að öðrum kosti gæti stíflað sprautuna og
áður en því er blandað saman við blásteinslöginn, cn
íneir en 24 timar mega þó ekki liða, áður en blöndun-
L