Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 126
120
BÚNAÐARRIT
un, sérstaklega fóðrun mjólkurkúa. Ennfremur ákvað
stjórnarnefndin, að ég skyldi að starfinu loknu flytja
erindi í útvarpið um athuganir mínar. Ég verð að taka
það fram — því miður — að hætt er við að ekki verði
eins mikið gagn að jiessu og æskilegt hefði verið. Valda
því þrjár ástæður. í fyrsta lagi eru efnagreiningarnar
of fáar. í öðru lagi má segja, að ókleyft sé að ákveða
fóðurgildi heys ineð fullri nákvæmni eftir efnagrein-
ingum eingöngu. Það á þó að vera unnt að komast ná-
lægt hinu rétta, og vona ég að mér hafi tekizl það. í
þriðja lagi er nú orðið áliðið vetrar, og upplýsingar
þær, sem ég hefi að flytja um fóðurgildi töðunnar,
berast því nokkuð seint til hænda.
Áður en ég byrja að skýra l'rá efnagreiningunum, tel
ég nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um næringar-
þörf búfjár. Eg skal vera eins stuttorður um þessi at-
riði og mér er mögulegt, og ræða um það eitt, sem
nauðsynlegt er til skilnings á því, er ég hefi að segja
um efnagreiningarnar.
Næringarþörfin er grundvallaratriði við alla fóðrun.
Til þess að geta lóðrað á réttan hátt, verða menn að
vita hvers skepnurnar þarfnast. Næringarþörf búfjár-
ins, og reyndar allra dýra, má greina í tvo aðalþætti.
Annarsvegar orkuþörfina og hinsvegar þörfina fyrir
ákveðin eða sémttílc efni. Þauefniúrheyinu, semkoma
að notum við orkuframleiðsluna eru aðallega ýms
kolvetni, sem eru náskyld helztu næringarefnunum í
korni. Þó er alltaf eitthvað af feiti í heyinu, en svo
lítið, að það er algert aukaatriði, jiegar um næringar-
gildi heys er að ræða. Annars er feitin verðmætur orku-
gjafi, og kemur að góðum notum í ýmsum öðrum
fóðurtegundum en hey. Við efnagreiningar er kolvetn-
unum skipt í tvo aðalflokka. Nefnist annar tréni eða
jurtataugar, en hinn er venjulega kallaður tínnur efni.
í síðari l'lokknum eru öll liin auðmeltari og næringar-
meiri kolvetni, en jurtataugarnar eða trénið er mikið