Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 55
BÚNAÐARRIT
49
þcssu er augljóst, að byggið smitast aðcins, ef frænið
gægist fram á milli agnanna, ef plantan blómgvast
mcð opnum blómum. Sum byggafbrigði hafa minni
tilhneigingu til þessa en aðrar, og að því er ætla má,
hljóta þær síður að sýlcjast. Þetta sýnir reynzlan
einnig, því að þær tegundir, sem eigi opna blóm sín,
sýkjast sjaldan af brunasveppi. Að þetta eigi rót
sína að rekja til þess, að blómin opnast ekki, en ekki
til eiginlegs ónæmis fyrir veikinni, leiðir af því, að
sýking getur vel farið fram, séu blómin opnuð eða
hafi skemmst af völdum skordýrs.
Ef vér höldum oss enn að korntegundunum, er
þroski þeirra eitt af þeim skilyrðum, sem smitun er
undir komin. Ryðsveppirnir sýkja helzt fullvaxin
blöð. Sýkingin verður því útbreiddari, því fleiri sem
hin fullþroska blöð eru á þeim tíma, er ryðsveppur-
inn breiðist út, en það er í Danmörku um hásumarið,
í ágústmánuði. Og þvi hlýtur það að vera ljóst, að
þær tegundir, sein þroskast fyrst og eru farnar að
sölna um þetta leyti, sleppa frekar við ryðsveppinn
heldur en þær tegundir, sem enn eru með grænum
blöðum. Gráir hafrar, sem greinast mjög og halda
lengi blöðum, sýkjast miklu fremur af svörtum ryð-
sveppi heldur en hinar bráðþroslca gulu hafrateg-
undir.
Þótl fljótur þroski sé góður eiginleiki, þegar um
ryðsveppi á korni er að ræða, er aftur á móti seinn
þroski heppilegur afbrigðaeiginleiki, þegar um kart-
öflumygluna er að ræða. Því er þannig varið, að blöð-
in eru næniust fyrir sveppnum um það leyti, sem
plantan blómgvast og um stutt skeið þar á eftir. Þess
vegna hljóta þau al'brigði, sem einmitt eru á þessu
skeiði, er myglan breiðist aðallega út, að vera í mestri
bættu. Nú er aðalútbreiðslutími kartöflumyglunnar i
Danmörku venjulega fyrri hluta ágústmánaðar, og af
þvi leiðir, að liinar síðþroska tegundir, iðnaðarkart-
4