Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 158
152
BÚNAÐARRIT
Einnig í Englandi, Austurríki og ví'Öar eru nú
bændasamtök í uppsiglingu, og það má búast við, að
þau samtök beri bráðlega verklegan árangur i land-
búnaði þessara landa. Það voru þessi örfandi dæmi
frá starfsbræðrum norskra bænda i nágrannalöndun-
um, sem vöktu fyrir Follomönnunum 10, þegar þeir
báru fram hugmyndina um samtök norskra bænda“.
í ávarpi því sem fundurinn í Kristjaníu 7. febrúar
1894 sendi frá sér segir m. a.:
„Með því að landbúnaðurinn, að meðtöldum sjávar-
útvegi, er stærsti og þjóðhagslega séð þýðingarmesti
atvinnuvegur þjóðarinnar, þá verður að vinna að þvi:
1. að landbúnaðurinn sé virtur og metinn að verð-
leikum.
2. að ríkisvaldið veiti honum þann stuðning, sein
hann þarfnast nú á þessunr erfiðu tímum, og sem
hann jafnan verðskuldar, sem aðalatvinnuvegur
þjóðarinnar.
3. að bændur velji sér fulltrúa, sem hafa sérþeklt-
ingu á landbúnaðarmálum, til þess að rökræða
þýðingarmikil landbúnaðarmál.
4. að bændur, eins og aðrar stéttir, stofni landssam-
liand sín á milli, til þess að bera fram og berjast
fyrir hagsmunamálum stéttar sinnar.
í framhaldi af þessu segir ennfremur svo í ávarpi
fundarins:
Eiga þá allir norskir bændur að bindast samtökum?
Já, vissulega! Það er hverjum einum í lófa lagið að
komast í landssambandið með því að ganga í bændafé-
lag sinnar sveitar, en það aftur í sambandið, sem
sambandsdeild. Einnig getur hver einstakur gerst
meðlimur sambandsins sjálfs milliliðalaust, ef hann
óskar þess. Enginn bóndi um þveran og endilangan
Noreg, sem lætur sér annt um velferð sína og hags-
muni sinnar stéttar, getur skorast undan því, að vera
með í slíkum samtökum á einn eða annan hátt. Því