Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 119
BÚNABARRIT
l13
mest ú blaðvefjuveikina, og þess vegna hafa sumir
haldið, að hún stafaði af of miklum kalíáburði.
Áður enn ég lýk við að lýsa þessum sjúkdómum,
vil ég þó nefna einn enn af sama tæi, sem hefir flókn-
ari orsakir að haki sér, en það er dílaveiki hafranna.
Þér munið að vér höfum lieyrt hennar getið, í kaflan-
um um næmi og smitun, og þá fenguð þér að vita, að
næmi fyrir þessari veiki ákvarðaðist af nokkrum
samhæfum arfberum, en það olli því, að afkvæmin fóru
út fyrir eðlileg takmörk hvað næmi og ónæmi snerti.
Svo var því og þannig varið, að næmsins varð ekki
vart, nema undir sérstökum kringumstæðum, einkum
er jarðvegurinn var basiskur. En nú skulum vér líta
nánar á þessa sjúkdóma.
Díláveiki verður aðallega vart á höfrum, og vér
skulum því eigi taka dænii af neinum öðrum plönt-
um. Sjúkdómseinkennin eru mjög greinileg, og er
jiegar unnt að sjá þau á tvíblaða plöntum, þ. e., með
kímblöðunum einum, þótt þau fyrst nái eðlilegu út-
liti er plantan hefir fengið 4—5 lilöð. Nafn veikinnar
segir lil þcss, að fram koma ljósir iilettir á blöðunum.
sem stundum eru litlir og oft með rauðleitum rönd-
um, en stundum eru þeir stórir og þurrir. Hinir síðar-
nefndu koma einkum fram á neðri hluta blaðanna
og gela breiðst yfir allan blaðflötinn. Þegar sýlcingin
er ekki á háu stígi, getur plöntunum batnað aftur, og
gefa þá sæmilega uppskeru, en sé sýkingin með meira
móti, visna plönturnar og dragnast niður og illgresið
vex þeim fljótt yfir höfuð.
Það er sérstaklega einkennandi fyrir dílveikina
hvernig hún lýsir sér á akrinum. Eins og sýkin mynd-
ar Jjósa bletti á blöðunum, eins koma ljósir blettir
fram i hafraekrunum. Þessir blettir eru mismunandi
að stærð, stundum ná þeir aðeins yfir nokkra fer-
metra, en stundum eru þeir á margra hektara svæði.
Blettirnir liggja altaf á sama stað. Veikin kemur ár
8