Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 166
160
BÚNAÐARRIT
sinni1). Hvergi, nema i Bergen og Þrándheimi, er hægt
að hýsa þann fjölda, og þá er slegið ui>p tjöldum og
búið í þeim meðan fundurinn stendur yfir, rétt eins
og hér var gert á Alþingishátíðinni og á Alþingi til
forna. í sambandi við fundina eru venjulega leiksýn-
ingar og ýmislegt annað til fróðleiks og skemmtunar,
og fyrir hvern landsfund er gefið út rit, er aðallega
fjallar um húnaðarsögu og landslýsingu þess í'ylkis,
sem þá er verið í. Rit þetta heitir Jonsok (Jónsmessa),
og landsfundirnir eru haldnir um Jónsmessuleytið
árlega.
III.
Hér að framan hefi ég skýrt frá stofnun, tilgangi
og skipulagi hinna norsku bændasamtaka, sem nú
hera nafnið Noregs Bondelag, og skal nú leitast við að
gera nokkra grein í'yrir starfsemi þess og árangri al'
henni í aðaldráttunum. Vitanlega get ég ekki gert
nákvæma grein fyrir störfum þess, svo margþætt sem
þau hafa verið, en ég vona að það skiljist, að sam-
töldn voru ekki ástæðulaus og hafa ekki orðið áhrifa-
laus, í hinu norslta þjóðfélagi.
í Noregi, eins og hér á landi, hafði landbúnaður,
að meðtöldum fiskiveiðum, verið aðalatvinnuvegur
þjóðarinnar frá ómunatíð, ásamt með skógarhöggi, en
hann féklc þar, eins og í öllum öðrum löndum keppi-
nauta, þegar samgöngur jukust innanlands og á milli
landa og heimsálfa, iðnaður reis á legg, fyrst hand-
iðnir og síðar vélaiðnaður og hæir risu upp, með
kaupmanna-, farmanna- og iðnaðarstétt, ásamt dag-
launamönnum, og jafnframt fækkði, beinlínis cða
hlutfallslega sveitafólkinu, og afraksturs landbúnað-
arins gætti minna en áður í þjóðarbúskapnum.
1) Á landsfuiulinum 22.—24. júní i suniar voru um 6000
fundarmenn, og hefir aldrei fleira verið.