Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 23
BÚNAÐARRIT
17
neitt um árangurinn, sem af þeim verður, því að í
bezta tilfelli er aðeins unnt að takmarka einhvern
plöntusjúkdóm svo. að hann geri ekki teljandi mein,
en það er algerlega ómögulegt, jafnvel með hinum
beztu aðferðum, að útrýma plöntusjúkdómum af
jörðinni.
Viðvíkjandi ráðstöfunum vildi ég vekja athygli á
þeim geysimikla mun, sem er á meðferð sjúkdóma á
mönnum og dýrum annarsvegar og plöntum hinsvegar.
í stuttu máli er mismunurinn sá, að læknavísindin
reyna bæði að vcrjast sjúkdómunum (Profylaxis) og
einnig að lœknci þá (Terapi), en plöntusjúkdómafræð-
in nær ekki Iengra en að verjast sjúkdómunum. Þegar
einhver planta hefir tekið einhvern sjúkdóm, verðum
við að láta skeika að sköpuðu. Þó eru til undantekn-
ingar frá þessari reglu, eins og t. d. meðferð sára á
trjám og einstök önnur tilfelli, þar sem varnar-
meðölin hafa jafnframt græðandi áhrif. En yfirleitt
eru plöntueinstaklingarnir, t. d. grasstráin, hreðkurn-
ar o. s. frv., svo lítils virði, að það borgar sig alls ekki
að verja neinu til að græða þá.
Engin varúðarráðstöfun gegn plöntusjúkdómum
verður framkvæmd nema með einu af þessu þrennu:
1. að útiloka sjúlcdómsorsökina.
2. að útrýmá sjúkdómsorsökinni.
3. að verja nytjaplönturnar.
1. Útilokun.
Með réttu mætti spyrja þess, hvort það væri yfirleitt
mögulegt að útiloka næman plöntusjúkdóm úr héruð-
um og löndum, sem hann enn hefir ekki borizt til.
Vér vitum að sóttkveikjurnar eru smásæjar, ósýnileg-
ar bernm augum, og vér vitum einnig að af þeim
myndast ógrynnin öll og margar sem berast auðveld-
lega í loftinu. Pasteur sýndi meira að segja fram á,
að sóttkveikjurnar væru alstaðar nærri, og nýlega
2