Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 12
6
BÚNAÐARRIT
teiknuðu og gáfu út bækur um. Brátt tókst þeim að
færa margar sannanir fyrir því, að sveppirnir væru
sjálfstæðar lifandi verur, sem unnt væri að fylgja frá
vöggu til grafar, eins og öðrum plöntum. En það
drógt nokkuð á langinn að færa sannanir fyrir þeirri
tilgátu, að sveppirnir gætu orsakað plöntusjúkdóma
með smitun.
Sá, sem fyrstur manna færði sannanir fyrir þessu,
var hinn þýzki sveppafræðingur Anton dc Barij. Það
gerði hann árið 1853 með skipulögðum smitunartil-
raunum. Það rit, er hann birti árangur tilrauna sinna
í, hefir svo langan og örðugan titil, að ég vil hlífa
yður við honum. En byrjun hans hljóðar svo: Rann-
sóknir á brunasveppum (Brandsvampe) og þeim sjúk-
dómuin, er þeir valda. Þetta rit er forboði hins nýja
tíma í sögu plöntusjúkdómanna, því að þar færir höf-
undurinn hinar fyrstu vísindalegu sannanir fyrir or-
sakasamhengi svepps og plöntusjúkdóms.
Við þá birtu, er þessi uppgötvun brá upp, fæddist
algerlega ný líffræðileg heimsskoðun, og plöntusjúk-
dómafræði nýja tímans sigldi í kjölfar hennar. Iiarvcy
og Spallanzani lilutu glæsilega viðurkenningu, og hug-
myndir þeirra báru nú loks sigur úr býtum. Aðrir vís-
indamenn, svo sem Pasteur, Robcrt Koch, Listcr, E.
Chr. Hansen og fleiri unnu svo nýja sigra á þessum
grundvelli, á sviðum baltteríu-, gerjunar- og læknis-
fræðinnar, og á vorum dögum fer fram kennsla um
smitun og næmi í hverjum barnaskóla.
Á meðal hinna mörgu rita dc Barys, er rétt að beina
athyglinni að einu sérstöku ágætu riti frá árinu 1861.
Það var: Dic gegenwártiyc hcrschcndc Iíartoffel-
krankheit, ihre Ursache und ihrc Verhiitung. (Orsak-
ir og varnir gegn lcartöflusýki þeirri, er nú gengur.)
í þessu riti færir de Bary sannanir fyrir því, að kart-
öflumyglan stafi af sveppi, Phythophtora infcstans.
Með hinni venjulegu nákvæmni sinni rekur hann lífs-