Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 174
168
BÚNAÐARRIT
úr norsku ullinni, og verðið hækkað. Ennfremur hefir
félagið fengið lækkuð flutningsgjöld járnbrautanna á
landbúnaðarafurðum. Loks skal ég nefna í þessu sam-
bandi, að l'élagið heklur uppi sterkri auglýsingastarf-
semi á norskum landbúnaðarafurðum.
Þegar félagið kom á sölusamlögum fyrir útflutn-
ingsvörur t. d. mjólkurafurðir og egg, þá stóðu vitan-
lega ýmsir utan við, seldu á innlendum markaði og
venjulega við hærra verði en samlögin náðu á út-
lenda markaðinum. Vildu þá vitanlega margir losna
úr samlögunum og leggja þau niður. Eélagið skipaði
þá nefnd lil að athuga málið. Hún komst að þeirri
niðurstöðu, að nauðsyn bæri til að stofna allsherjar-
sölubandalög, er tækju í sínar hendur alla sölu til-
tekinna afurða. Og til þess að engir skyldu hafa hagn-
að af því að skerast úr leik, var þannig frá þessu
gengið, að allir framleiðendur skyldu greiða verð-
jöfnunargjald til allsherjarbandalagsins, fyrir þá til-
teknu vöru eða vörur, sem bandalagið átti við, hvort
sem þeir seldu vöruna fyrir milligöngu þess eða ekki.
Þessar reglur gilda nú fyrir mjólk og mjólkurafurðir,
flesk og egg. I framkvæmdinni er þetta þannig, að
verðjöfnunargjald er tekið af þeim framleiðendum,
sem bezta aðstöðu hafa gagnvart markaðinum, vegna
nálægðar eða verðlags, en hinir njóta, sem ver eru
settir að þessu leyti . Gjaldið nemur um 1 millj. fyrir
útfluttar mjólkurafurðir einar og framleiðendur fá 4
aur. meira pr. líter.
Þessi skipulagning gekk ekki í gegn þegjandi og
hljóðalaust, og skoðanir manna eru vitanlega skiftar
um þessi mál, en félagið fylgdi sínu máli fram með
ósveigjanlegri festu og yfirvann alla inótstöðu. Nú er
eftir að vita hvernig þetta reynist i framkvæmd, en
fátt sýnir betur en þessi mál, hversu sterk eru sain-
tök norsku bændanna, nú orðið.
Bændafélagið var brautryðjandi samvinnustefnunn-