Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 29
B Ú N A Ð A H R I T
23
landbúnaðarrithöfundur, Jethro Thull, skrifar á þessa
leið (1730): „Það var af hreinustu tilviljun, að menn
fundu upp á því, fyrir hér um hil 70 árum, að salta
hveiti. Skip, sein var hlaðið hveiti, sökk nálægt Bristol
að haustlagi. Hveitið fór í sjóinn, en varð bjargað um
fjöru. Þá var það orðið ónýtt til brauðgerðar, svo að
bóndi einn sáði nokkru af því í akur sinn. Þar eð það
spíraði ágætlega keyptu margir bændur farminn fyrir
lítið verð, og var honum öllum sáð á ýmsum stöðum.
Næsta haúst vildi svo til, að öll hveitiuppskera í Eng-
landi var sjúk af brunasveppi, nema uppskera af hinu
salta útsæði, sem var algerlega laus við þennan
sjúkdóm. Þetta atvik var nóg til þess, að menn fóru
•að salta litsæðið í öllum nálægum héruðum, og síðar
á flestum jörðum Englands.“
Hér um hil 100 árum síðar kom önnur afsveppunar-
aðferð lil sögunnar, á meginlandi Evrópu, blásteins-
aðferðin. Leiðarvísir frá árinu 1701 eftir Svisslend-
inginn, Felix Burchard, ráðleggur næstum því nú-
tíma skammt af blásteini, og hann tekur fram, að
það eigi að ýra blásteinsupplausninni yfir hveitibing-
inn, meðan lionum sé bylt aftur og aftur; og korninu
má svo sá að viku liðinni. Maður hlýtur að furða sig
á svo skynsamlegri ráðleg'gingu á þeim tímum, er
engin plöntusjúkdómafræði var til, að minnsta kosti
ekki í vísindalegum skilningi, og hugmyndir manna
um eðli brunasveppsins voru meir en lítið vitlausar.
í sögu plöntusjúkdómafræðinnar eru reyndar allmörg
dæmi þess, að athugulir og greindir menn hafi fundið
upp ráð gegn sjúkdómunum, við reynslu eða af hug-
kvæmni, er vísindin komust fyrst löngu síðar að með
aðferðum sínum. — En i þessum till'ellum náðu vís-
indamennirnir einnig reynslunni og sönnuðu hana
með visindalegum rökum. Margir visindamenn, og
þar á meðal Tillet, sem brunasveppurinn dregur hið
latneska nafn sitt af (Tilletia), voru lcomnir á þá