Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 49
B Ú N A 1) A R R I T
43
en það foreldrið, Klock-hafrar, sem ónæmara var.
Greiningin fór því lit fyrir venjuleg takmörk, og af
því má ráða, að mótstöðuafl hafranna er undir fleiri
en einum arfbera komið. Yður mun kannske finnast,
lesari góður ,að þeltking manna á því, að ónæmi gegn
plöntusjúkdómum sé undir mörgum arfberum komið,
hafa litla þýðingu fyrir landbúnaðinn. En raunin
hefir orðið önnur, þetta atriði hefir haft stórkostlega
þýðingu fyrir allar kynbætur. Skýringin á því er aug-
Ijós, og vér skulum taka sem dæmi mann, sem fæst
við kynbætur á hveititegundum. Hann er að víxl-
frjóvga tvær tegundir, og önnur þeirra er mjög frjó-
söm, en þolir lítt vetrarhörkurnar, hin gefur minni
uppskeru, en cr harðgjör. Ennfreinur skulum vér
setja svo, að báðar tegundirnar séu næmar fyrir gul-
ryðsveppi. Með því að láta þessar tegundir æxlast
og fá marga Fs ættliði fram (Fs er 3. ættliður eftir
vixlfrjófgun), hefir maðurinn von um að fá mikla
frjósemi og harðgjörvi hjá sama einstakling, en hann
hefir einnig von um, að þessi einstaklingur sé ónæm-
ari fyrir ryðsveppi heldur en báðir foreldrarnir.
Við víxlfrjófgun ltemur það betur fram en nokkurs-
staðar annarsstaðar, að bæði getur farið vel og illa;
hún er nokkurskonar happdrætti. Því flciri hluti, sem
menn taka í happdrætti, eða því fleiri bastarðar sem
verða til, þess meiri verða líkurnar til þess að fá
stærsta vinninginn. Og það verður aðeins til þess að
hvetja menn, að ónæmi fyrir sumum sjúkdómum
getur orðið samfara stærstu vinningunum, jafnvel
þótt byrjað hafi verið með næmi fyrir þessum sörnu
sjúkdómum.
í því, sem á undan er sagt, höfum vér rætl um arf-
gengi næmis og ónæmis og komist að raun urn, að ó-
næmið er bundið sérstökum arfberum, sem dreifast
meðal afkvæmanna. En vér höfum ekki rætt um liið
eiginlega eðli og orsök ónæmisins í þrengstu merk-