Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 134
128
BÚNAÐARRIT
sc að draga verulegar ályktanir af niðurstöðum þeirra.
Til samanburðar má þó geta þess, að af góðu vel verk-
uðu gulstararheyi þarf alls ekki meira en 2,5 kg. í
fóðureininguna.
Eg hel'i þá skýrt efnagreiningarnar nokkuð, að
því er snertir fóðureiningar og eggjahvítuefni, og
skal því næst fara nokkrum orðum um steinefni
og hætiefni. Steinefni alls hafa verið fundin í öll-
um efnagreiningunum, en það út af fyrir sig er ekki
mikils virði. Það sem mestu máli skiptir er að fá vit-
neskju um innihald heysins af kalki og fosfórsýru.
Hefir þetta verið rannsakað í 11 sýnishornum og í 7
af þeim virðist ekki vera um skort á þessum efnum
að ræða, en fjórum þeirra er nokkuð ábótavant. Skal
þá fyrst nefna töðuna frá Birtingaholti, sein ég gat
um áðan. í henni er of lítið af kalki. 1 hröktu og síð-
slegnu áveituheyi frá sama stað er of lítiö af báðum
efnumun. í úr sér sprottnu og dálítið hröktu sáðheyi
frá Blikastöðuin er of lítið af kalki. í öðru sýnishorni
af nýræktarheyi frá sama stað er fulllítið af báðum
efnunum einkum þó kalki. Ef síldarmjöl er notað sem
fóðurhætir, en það lel ég sjálfsagt, svo framarlega sem
hændur eiga það til eða geta 1‘engið það, mun tæp-
lega vera ástæða til þess að óttast steinefnaskort, því
að eins og kunnugt er, fylgja hein síldarinnar með
mjölinu, og eru möluð með því. En eitt aðalefnið í
beinunum er kalsíumfosfat eða fosforsúrt kalk, og i
síldarmjölinu verður því mikið af kalki og fosforsýru.
Ennfremur má geta jiess, að í hinu blandaða kjarnfóðri
fyrir mjólkurkýr, sem Samhandið selur, er sérstök
steinefnablanda.
Um innihald heysins af bætiefnum, segja efnagrein-
ingarnar að sjállsögðu ekki neitt. En þar sem hey hafa
hrakist að nokkrum mun, má sjállsagt gera ráð fyrir
því, að bætiefnin séu horfin og eyðilögð að mestu eða
öllu leyti.