Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 94
88
BÚNAÐARRIT
sai'i úr sjúkum tóbaksblöðum misti ekki smitunar-
afl sitt, þótt hann væri síaður gegnum Chamberland-
síu, en það er postulins-sía með svo fínum götum á,
að jafnvel hinar minnstu bakteríur komast ekki í
gegn um þau. Það var þannig unnt að sía smit tígla-
veikinnar frá, og afleiðingin var sú, að menn fóru að-
tala um síunarhæfa-sjúkdóma, í stað smitvessa-sjúk-
dóma. En þar eð sumt af þessum vessum missir smit-
unaraíl sitt utan lifandi plantna, er ekki mögulegt að
sía þá, og því er nafnið smitvessa-sjúkdómar heppi-
legast.
Uppgötvun Iwanowskis vakti þó ekki nærri eins
mikla athygli og bók eftir hinn fræga hollenzka hakt-
eríufræðing M. W. Beijerinck, sem út kom árið 1898.
(l)ber ein Contagium vivum fluidum als Ursache der
Flechenkrankheit der Tobaksblátter). Samkvæmt því,
sem Beijerinck hélt fram, var tíglaveikin allt öðru vísi
cn allir aðrir áður þekktir sjúkdóinar. sakir þess, að
smit hennar var „lifandi, fljótandi smit“, „lifandi
vökvi“, en ekki „fastur afmarkaður líkami“ eins og
aðrir áður þekktir sýklar: sveppir og bakteríur.
Beijerinck hyggði þessa merkilegu kenningu sína á
eftirtöldum staðreyndum.
1. Það var oft ómögulegt að finna neinar scrstakar
bakteríur eða aðrar smásæjar verur í tíglaveikum
plöntum eða í safa þeirra, hvorki við smásjárskoð-
un eða ræktun.
2. Þótt reynt væri að smita, með þeim hakteríum,
sem fundust, þá bar það aldrei neinn árangur.
3. Safi úr tíglaveikum plöntum hélt smitunarafli
sínu, þótt hann hef'ði verið síaður gegnum hin óendan-
legu fínu göl á Chamberland-síu.
4. Safinn liélt einnig smitunarafli sínu, þótt hann
liel'ði verið látinn vætla gegn um þunnar Agar-plötur.
5. Smitið gat aukist í sjúkum plöntum, og það
þurfti ekki nema örlítið af safa til þess að koma tígla-