Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 122
BÚNAfiARRIT
J16
En vér skulum snúa oss aftur að vaxtarskilijrdun-
um. Séu þau öll uppfyllt á heppilegan hátt, taka
plönturnar eðlilegum þroska. En skorti eitthvað á
eitt þeirra, eða sé það meir en uppfyllt, veldur það
óeðlilegu ástandi hjá plöntunum — sjúkdómi. Eða
með öðrum orðum, vaxtarskilyrðin geta orðið að
sjúkdómsorsökum og það meir að segja á tvennan
hátt. Vér höfum einmitt talað um, að þau gætu verið
hinar eiginlegu orsakir súkjdóma af völdum hinnar
ólífrænu náttúru, en þó er oft langtum hættara við,
að þau séu óbeinlinis orsakir þess að smitandi sjúk-
dómar, farsóttir, brjótist út.
Rithöfundar fornaldarinnar höfðu hugboð um
þetta, og eins og þér munið tók Theophrastos eftir
því, um 350 árum f. Ivr., að kornið var misjafnlega
næmt fyrir ryðsveppi, eftir því hvernig lega akranna
var, hvort þeir lágu hátt eöa lágt. Það mætti henda á
ýms önnur rit fornaldarinnar í þessu samhandi, sem
hera þess greinilega vott, að menn höfðu á tilfinning-
unni orsakasambandið milli heilbrigðisástands plantn-
anna og vaxtarskilyrðanna (frost, þurkur, stormar
o. fI.), en þá vantaði skilyrði lil þess að skilja það til
fulls, enda höfðu þeir ekki minnstu hugmynd um hið
sanna eðli hinna smitandi sjúkdóma, en héldu að
guðirnir, tunglið og stjörnurnar ættu sök á þeim.
Allar miðaldirnar grúfði myrkur yfir plöntusjúk-
dómafræðinni og aðeins einstöku leiftrum brá fyrir á
tímabilinu frá 1 (>00—1850. Á því tímabili fengust
ínenn meira við að greina sjúkdómana eftir einkenn-
um þeirra lieldur en að rannsaka orsakasamhengið.
En þeir, sem fóru að hugsa um það, lentu venjulega á
villigötum og töldu sjúkdómana sprottna af sjálfu
sér, þótt loftslag, jarðvegur og umfram allt stjörn-
urnar hefðu þar líka liönd í hagga.
Hin gamla hugmyrid fornaldarmanna, að hin dauða
náttúra hefði áhrif á gang sjúkdómanna, vék úr vegi