Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 30
24
B Ú N A Ð A R R I T
skoðun, að brunasveppurinn væri fram kominn við
smitun. En það var Svisslendingurinn Prévost, sem
fann hina réttu skýringu árið 1807. Prévosi hugsaði
sér þann möguleika, að brúna duftið væri gró einhvers.
snikjusvepps, sem ylli sýkinni. Væri þetta rétt, hlytu
gróin að geta spírað eins og fræ blómplantnanna.
Gróin voru svo lögð undir smásjá og athuguð með
stuttu millibili, og þá kom í ljós að þau spíruðu. Pré-
vost var sá fyrsti, sem athugaði spírun sveppgróa, og
uppgötvun hans gaf um Ieið skýringu á áhrifum blá-
steinsupplausnarinnar. Það var ofur skiljanlegt, að
eitur eins og blásteinn, hlaut að hafa ill áhrif á spírunt
gróanna. Nú kom tilviljunin Prévost til hjálpar, er
hann tók eftir því, að brunasveppsgró gátu ekki spír-
að í vatni, sem var soðiö í koparkatli. Þetta gaf hon-
um þá hugmynd, að athuga spírun gróanna í mis-
munandi sterkum koparsaltsupplausnum. Og þá
komst hann að raun um, að gróin gátu aðeins spírað,
svo framarlega sem að 10 000 hlutar vatns innihéldu
minna en 1 hluta koparsúlfats (blásteins). Á þessum
grundvelli fann Prévost nýja meðferð á korni með
ljlásteini, sennilega án þess að þekkja nokkuð til
fyrri reynslu. Og þessi aðferð vann mikla útbreiðslu
vegna þess, að hún var öllum eldri aðferðuin fremri.
Ég hefi minnst allítarlega á blásteinsmeðferðina á
hveiti sakir þess, að hún var hin fyrsta afsveppunar-
aðferð, sem byggð var á vísindalegum grundvelli og
svo var hún einnig notuð uni 150 ára skeið af öllum
hveitiræktarmönnum. Smám saman rann það uj>p
fyrir þeim, að blásteinsmeðferðin hefði sína ókosli,
því að oft skemmdi hún spírunarmagn hveitisins. Að
vísu komst Kiihn að raun um, að unnt væri að ráða
bót á skemmdum blásteinsins með kalkvatni, en að-
ferðin var ol' flókin til þess að liún væri nolhæf. Þess
vegna var reynt að finna afsveppunarmeðal, sein væri
jafnöruggt gegn brunasveppi og blásteinn, en auð-