Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 95
B Ú N A i) A H R I T
89
veiki á stað. Með safa úr tíglaveikum plöntum, sein
enn voru þó svo lítið sýktar, að ekki bar neitt á veik-
inni, g'at hann smitað fjöldan allan af heillirigðum
piöntum.
Það var ekki ncma eðlilegt, að hók Beijerincks
vekti mikla athygli,1) því að nú blasti algjörlega nýtt
sjónarsvið við þeim, sem fengust við sjúkdómsrann-
sóknir. Á síðasta inannsaldri hafa fundist margir
smitvessasjúkdómar á plöntunum, og árið 1928
þekktu menn þessa sjúkdóma á 1(57 ættum eða á
240 tegundum. Það lítur þó ekki út fyrir, að menn hafi
komist fyrir þá alla ennþá, því að á hverju ári bætast
stöðugt nýir í hópinn.
Vér skulum nú líta nánar á árangur þann, sem
smitvesarannsóknirnar hafa horið.
Vér verðum að hugsa oss. að hver einstakur sjúk-
dómur stafi af sérstökum „virus" eða sérstakri sinit-
vessategund. Það er enn óráðin gáta, hvort þessar
smitvessategundir séu lifandi eða líflausar. FJestir
vísindamenn nú á dögum munu vera á þeirri skoðun,
að hér sé um óendanlega smáar lifandi verur að ræða.
og hyggja það aðallega á þessum staðreyndum:
1. Smitvessategundirnar gcta aukist ótakmarkað í
sjúkum vefjum. 2. Menn geta ýmist aukið eða dreg-
ið úr smitunarafli þeirra með því að sýkja mismun-
andi plöntur með þeim. 3. I einstöku tilfellum hala
menn tekið eftir því, að sýkingin þarf tíma til þess
að hrjótast út (,,Inkuhationstid“).
Hvernig ástand þessara hugsuðu lifandi vera er í
l'rumum plantnanna, hafa menn ekki minnstu hug-
mynd um. Með ýmsuin aðferðum liafa inenn reynt
að komast í'yrir um stærð þeirra, þannig hafa menn
1) f kcssu sambandi má geta ]>ess, að sama ár og rannsóknir
lieijerincks urðu kunnar, sýndu Þjóðverjarnir Loeffler og Frosch
fram á, að gin- og klaufaveiki orsakaðist af ósýnilegu smiti, sem
siaðist i gcgn um ]>ær allra finustu bakteríusiur, er til voru.