Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 129
B Ú N A Ð A R R I T
123
24 að tölu, auk þeirra tveggja, sem ég gat um í byrjun
erindis míns. Þau voru tekin á 11 bæjum og eru þeir
þessir: Hrafnkellsstaðir i Mýrasýslu, Deildartunga í
Borgarfirði, Blikastaðir í Mosfellssveit, Kleppur við
Reykjavik, Birtingaholt í Árnessýslu, Hjálmholt i Flóa,
Brekkur í Holtum, Sámsstaðir í Fljótshlíð, Seljaland
undir Eyjafjöllum, Suður-Vík í Mýrdal og Norður-Vík
í Mýrdal. Á Hrafnkellsstöðum, Deildartungu og Blika-
stöðum -voru tekin 4 sýnishorn á hverjum stað, i Birt-
ingaholti 3, Sámsstöðum og Suður-Vík 2 á hvorum
stað, en á hinum stöðunum öllum aðeins eitt á hverj-
um hæ. 4 sýnishornin voru af útheyi, en hin öll má
kalla töðu. Það skal þó tekið fram, að strangt tekið
mætti aðgreina þessa töðu i 3 flokka, nefnil. venjulega
fyrri sláttar töðu, töðu af nýrækt eða sáðhey, eins og
það stundum er nefnt, og háartöðu. Sáðheyssýnishorn-
in eru 5, en 2 af háartöðu. Efnagreiningarnar sýndu
ekki neinn verulegan mun á þessum tegundum töð-
unnar, og sé ég því ekki ástæðu lil þess að lialda þeim
aðgreindum. — Vinna mín við efnagreiningarnar var
aðallega í því fólgin, að ég reyndi að ákveða fóður-
gildi hvers einstaks af þessum 24 sýnishornum, sem
efnagreind voru. Eg gerði það á þann hátt, að ég reikn-
aði út live mörg kg af hverju heysýnishorni þyrfti í
fóðureininguna, og hve mörg g af meltanlegum eggja-
hvítuefnum voru í hverri fóðureiningu. Ég mun í eftir-
farandi skýringum aðallega halda mér við tölur, sem
að þessu hita. Ég gæti að vísu lesið upp ógrynnin öll
af öðrum tölum, t. d. um innihald sýnishornanna af
hinum ýmsu næringarefnaflokkum, meltunarmæli-
kvarða o. fl., því að stari' þetta er algerlega á tölum
byggt. En ég álít að tölur njóti sín frekar illa í út-
varpserindum, og vil því ekki nota meira af þeim en
hrýnasta nauðsyn krefur. Tölurnar viðvikjandi fóður-
einingum og eggjahvítumagni skipta líka langmestu
máli fyrir hændur, því að þær gefa hezta hugmynd
L