Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 15
B Ú N A Ð A R R I T
9
fram litlar dældir, brúnar að lit með einkennilegum
grábláum litblæ. Þverskurður af jarðeplinu sýnir, að
undir þessum blettum er jarðeþlaholdið brúnt og þur-
rotnað, en venjulega nær skemmdin ekki nema nokkra
mm inn (2. mynd). Frá þessum þurrotnuðu skemdum
ganga stundum greinar enn dýpra í holdið og stundum
eru stærri eða minni hlutar jarðcplisins alveg þurrotn-
aðir. Ef þessháttar kartöflur eru lagðar á geymslustað,
sem er of heitur og raltur, breiðist þessi þurra rotn-
un um alla kartöfluna, svo hún skorpnar og skrepp-
ur saman, og þá getur sýkin borizt af einu jarðeplinu
á annað.
Menn hafa lengi velt þeirri spurningu fyrir sér,
hvernig vetrardöf (Overvintring) kartöflumyglunnar
væri varið. Sveppir, sem eru skyldir henni, mynda
egggró auk hnúðgróanna, en það eru hiðgró, sem þola
mjög vel mikinn hita og mikinn kulda, og hafa þann
starfa, að fleyta svepptegundunum yfir veturinn.
Svona egggró getur kartöflumyglan að vísu myndað,
en aðeins er sérstaklega stendur á, t. d. þegar hún er
hreinræktuð á hálmi eða öðrum kísilauðugum græði-
skánum (Substrater). Úti í náttúrunni, hafa ekki
fundist egggró af kartöflumyglu, — utan einu sinni svo
vitað sé með vissu — og þau sem myndast við hreýi-
rækt, hafa aldrei spírað. Því er fyllsta ástæða til að
ætla, að kartöflumyglan lifi eigi veturinn af sem egg-
gró, enda er sveppinum þetta engin nauðsyn, því að
þal það, sem er í þurrotnuðum blettóttum jarðeplum
liggur þar á vetrardöf og ber sýlcina með sér yfir í
uppskeru næsta árs. Smitunin fer fram á þann hátt,
að annaðhvort myndast hnúðfrumur, utan á hinum
skemmdu kartöflum, sem berast yfir á kartöflugrasið,
— og mega því gamlar kartöflur ekki liggja í görðun-
um —, eða á þann hátt, að þalið í sýktu útsæði vex
inn í „augun“ og smitar svo kartöfluspírurnar á sin-