Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 7
ÐÚNAÐARRIT
Yfirlit
yfir plöntusjúkdómafræði vorra daga.
Sex fyrirlestrar
fluttir við Háskóla íslands í febrúar 1934
af prófessor dr. phil. C. Ferdiriandsen.
Þýtt hefir Hákon Bjarnason.
Inngangur.
í fyrirlestraröð þeirri, sem mér hefir veizt sá heiður
að halda við Háskóla íslands, hefi ég htigsað mér að
gefa yfirlit yfir plöntusjúkdómafræðina, frá npphafi
hennar um miðja síðustu öld og fram á vora daga.
Þessu verkefni er eðlilega unnt að leysa úr á marga
vegu. Likt og því er varið með hóp fjallgöngumanná,
sem horfa af tindi á landið i kring, þar sem hver
þeirra lítur á það frá sínu sjónarmiði, einn frá jarð-
fræðilegu, annar frá sögulegu, þriðji frá hagfræði-
legu, hinn fjórði frá Iistfræðilegu sjónarmiði, —
þannig hlýtur einnig lýsingin á vísindalegu tímabili
að mótast, og verður að mótast, af sjónarniiði hvers
einstaks áhorfanda. En eins og útsýnið af fjallstind-
inum hinsvegar ákvarðast af einhverjnm aðaldráttum
landslagsins sjáll's, sem allir hljóta að sjá og viður-
kenna, vegna þess, að ómögulegt er að láta sér sjást
yfir þá, þannig mun einnig vísindalegt tímabil bera
menjar mikilla l'ramfara þrep af þrepi: Merkra upp-
götvana, réttra kenninga, nýrra aðferða o. s. frv., og
skifting timabilsins fer þá eðlilega eftir þessum þrep-
l