Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 40
34
B Ú N A Ð A R R I T
1) 2 kg af blásteini (koparvitríóli) eru sett í ker-
ald (sundurskorna steinolíutunnu eða eitthvað þess
háttar) og mulinn sundur. Svo er helt á 2—3 lítrum
af sjóðandi vatni, sein leysir hlásteininn upp. Þegar
hann er uppleystur, þá er köldu vatni helt út í, unz
innihaldið nemur 50 lítrum (50 lcg) af vatni.
2) í annað kerald eru látin 2 kg. af hrenndu kalki.
Litlu einu af vatni er hellt á kalkið, þannig að það
verði að fínu dufti. Því næst er meiru vatni hellt á
unz innihaldið nemur 50 lítrum. Leskjað kalk má nota
í stað hrennds, en þá verður að nota 1% kg fyrir hvert
kg al’ brenndu kalki.
3) Því næst er hrært vel í kalkvatninu og því hellt
í hlásteinsupplausnina.
4) Enn á ný verður að hræra vel í vökvanum og
reyna hann með rauðum lakmúspappír (fæst í öllum
lyfjabúðum). Ef pappírinn verður blár, er vökvinn
rétt tilhúinn, en ef liturinn hreytist ekki, verður að
hæta svolítið meira af kalki í.
5) Það verður að hræra stöðugt í vökvanum áður
en honum er helll í sprautuna. Það er aðeins unnt að
nota vökvann í 1—2 daga eftir að hann hefir verið
lagaður.
Ef laga á mikinn Bordeauxvökva í einu, er jiægi-
legt að hafa trépall við samsetninguna, og uppi á
honum standa þá lceröld með hlásteinsupplausn og
kalkvatni. Úr þeim keröklunum eru svo upplausnirnar
leiddar ofan í kerald, sem sett hefir verið fyrir neðan
pallinn, þar hlandast þær og þaðan er vökvinn tekinn
í geymi sprautunnar. Auk þessarar leiðbeiningar eru
fjölmargar aðrar til um lögun Bordeauxvökva. En hér
mun aðeins minnst á eina, sem er heppileg, þegar
menn hafa aðeins yfir einu stóru keraldi að ráða auk
ýmissa minni íláta.
1) í keraldinu eru 2 kg af blásteini leyst upp í 90
lítrum af vatni.