Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 44
.38
B Ú N A Ð A R RIT
nota það meðal. Ennfremur eru duftdreifarar langt-
um ódýrari heldur en vökvasprautur.
Gegn kartöflumyglu eru BordeauxvarnU', nicð
vökva eða dufti mjög góðar og borga sig svo vel, að
þær verða að vera fastur liður í allri kartöflurækt.
III. Næmi og smitun.
Efni þessa kafla, næmi og smitun, er eitt hið
skemmtilegasta, en jafnframt eitt hið flóknasta, sem
til er í plöntusjúkdómafræði vorra tíma. Kenningarn-
ar um næmi og smitun hvíla á erfðavísindunum, en í
íramkvæmdinni er dregið úr næminu og varizt smit-
un með plöntukynbótum. Þess vegna gæti þessi
kafli einnig kallazt: Plöntusjúkdómar og plöntukijn-
bætur. Og yður mun ef til vill finnast sá titill réttari,
því að hér verður aðal áherzlan lögð á hinar raun-
verulegn nytjar, en ekki kenningarnar. Þó er það að
yfirlögðu ráði, að ég hefi valið titilinn: Næmi og
smitun, því að þá hafið þér strax kynnst grundvallar-
hugtökunum.
Til þess að gera málið sem ljósast er nauðsynlegt
að líta á hvert þessara hugtaka út af fyrir sig, fyrst
næmi plantnanna og svo smitunarhæfileika sýklanna.
1. Næmi plantnanna.
Frá alda öðli liafa menn veitt því eftirtekt, að sum-
ar nytjaplöntur eru mjög næmar fyrir ýmsum sjúk-
dómum, en aðrar eru lítt næmar cða ónæmar fyrir
þeim sömu kvillum. Til þess að færa sönnur að þessu,
leggjum vék ltrók á leið v.ora lil Iiellas fornaldarinnar.
Hugmyndir manna um plöntusjúkdóma voru venju-
lega settar í samband við goðin, og lcenndu menn óvild
goðanna, óheppilegri afstöðu stjarnanna, eða öðru
því líku um, er sjúkdómar ollu tjóni. En í hinum
heimspekilegu ritum má finna margar góðar athug-
M