Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 69
BÚNAÐARRIT
03
ekki smitunarafli sínu hið allra minnsta, og er ávalt
jafn ófært til þess að smita lweiti.
Við tilraunir sínar notaði Stakman margar tegundir
tilbera, en fann ekki, að þeir hefðu nokkurn tíma
nein áhrif. Sem aðalárangur tilrauna sinna telur
hann, að ekki einn einasti tilberi hafi megnað að
breyta smitunarafli nokkurra af hinum rannsökuðu
afbrigðum. Er þau höfðu verið á tilberunum, voru
þau jafn ófær til þess að smita ónæmar plöntur og
áður, og hæfileikar þeirra til þess að smita lítt næm-
ar plöntur jókst heldur ekki neitt.
Það, sem hinn sænski plöntusjúkdómafræðingur,
Hammerlund, segir um stöðugleika hveitiméldaggar-
innar, er í fyllsta samræmi við það, sem Stakman
varð ágengt. Eins og svartryðið, hefir méldögg gras-
anna mörg smitunarafbrigði. Þannig hefir hver hinna
fjögra korntegunda vorra sitt sérstaka afbrigði, og
víxlsmitun milli korntegundanna á sér ekki stað. Með
ýmsum brögðum, eins og með því að særa blöðin og
setja sýklana í sárið er aðeins mögulegt að koma
lítilsháttar sýki á stað. Þannig er unnt að fljdja
hveitiméldögg yfir á særð hyggblöð og fá fram örsmáa
méldaggarbletti, sein eru því hveitiméldögg á hyggi.
Iiammerlund færði sér þetta atriði í nyt, með því að
smita særð byggblöð með hveitimeldögg. Þá méldögg,
sem kom fram á bygginu notaði hann til þess að smita
nýsærð byggblöð o. s. frv. Á þennan liátt lieppnaðist
honum að halda hveitiméldögginni á særðu hyggi í
128 ættliðu. Þessar smitunartilraunir tóku mörg ár
og var mikil vinna í sambandi við þær. 128 ættliðir
er langt skeið og þeir samsvara 128 árum hefðu til-
raunirnar verið gerðar á kartöflum eða hveiti. Þess
vegna var árangursins biðið með óþreyju. En smit-
unarafbrigðið hafði ekki tekið neinni breytingu.
Hveiliméldögg sú, sem lifað hafði í 128 ætlliði á særðu
hyggi hafði ekki lagað sig á neinn hátt eftir hinni