Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 89
B Ú N A Ð A R R I T
83
vöxt sinn. Það er sem vefirnir eldist ekki, og verka-
skifting á sér helzt ekki stað í þeim. Þegar bólgu-
myndunin er hafin, heldur hún jafnt og þétt áfram,
þótt bakteríurnar hverfi, og bólguhnúðana má græða
á heilbrigðar plöntur, þar sem þeir halda áfram að
vaxa sjálfstætt. Þannig er unnt að græða bólguhnúða
af rauðum rófum á gular rófur, og þar halda þeir
6. mynd. Rótarhluti af perutré sýhtur af rótarhálsbólgu.
(Bacterium tumefacieus).
áfram vexti sínum og halda rauða litnum, þótt þeir
vaxi nú á gulum rófum. Það eru ýms önnur atriði,
auk þessa eiginleika bólguhnúðanna, sem benda á
svipað eðli þessa sjúkdóms og lcrabbameins hjá
mönnum og dýrum,
5. í sambandi við hina eiginlegu bakteríusjúk-
dóma vil ég að endingu tala um kartöflukláðann,
sem geislasvcppir (Straalesvamper, Actinomycetes)
valda. G,eislasveppir líkjast bakteríum að sumu leyli,
cn að öðru leyti minna þeir á sveppina, eins og nafn-
ið bendir til, því að þeir mynda greinótta þræði, sem