Búnaðarrit - 01.01.1934, Síða 90
84
B Ú N A }) A R R I T
síðar slitna í sundur. Sumir geislasveppir geta valdið
banvænum sjúkdómum á mönnum og nautgripum,
þótt það sé að vísu fágætt.
Knrtöflukláðinn orsakast af ýmisskonar geisla-
sveppum, en einna mest ber á Actinomyces scabies.
Kláðinn er húðsjúkdómur á jarðeplum og lýsir sér
sem grunn yfirborðssár. Kláðablettirnir eru brúnir á
lit, hringmyndaðir eða aflangir, með ójafnt yfirhorð
og oft með hálfiilna húð í röndunum. Stærð blett-
anna er venjulega frá nokkrum mm og upp í 1 cm í
þvermál, en kveði mikið að sýkinni, geta blettirnir
runnið saman og mest allt yfirborð jarðeplisins út-
steypist þá i kláða. Á neðanjarðarstönglum og á rót-
iinum geta verið kláðablettir. Við smásjárrannsókn á
kláðablettunum sjást sundurrifnir korkvefir, og einnig
hinir finu margskiftu þræðir geislasveppanna. Sýk-
ingin er bæði undir afbrigðinu og lífsskilyrðunum
komin. Sum afbrigði (t. d. Hindenburg og Jubel) eru
næstum alltaf laus við kláða, og töluvert mótstöðuafl
gegn kláða finnst hjá ýmsum afbrigðum (t. d. Arnica,
úratiola, Pepo og Wohltmann). Hvað lífsskilyrðum
viðvíkur, þá er basiskur jarðvegur og mikill liiti
sýklunum í vil, því að allir jjessir geislasveppir forð-
ast sýrur (þeir mynda sjálfir lút) og þnrfa allmik-
inn hita (vöxtur þeirra er beztur við 20—38°, en
stöðvast alveg, fari hitinn niður fyrir 8°). í sam-
ræmi við þetta er ávallt mest um kláða í heitum og
þurrum sumrum og í basiskum jarðvegi. Á góðum
köldum geymslustöðum nær sveppurinn ekki að vaxa,
og því þarf ekki að óttast útbreiðslu hans í lcaldri
geymslu.
Sýklar kartöfluldáðans berast með jarðeplunum og
geta þeir einnig flutzt með áburði eða mold, sem í er
hýði af hráum jarðeplum, cn annars virðist svo sem
geislasveppirnir séu í allri ræktaðri jörð. Þess vegna