Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 92
86
B Ú N A Ð A R R 1 T
hafa verið nefnd, geta ýmist komið fyrir ein og út
af fyrir sig eða samfara ýmsum öðruin, svo sem litl-
um vexti, ófrjósemi o. fl.
Sýkingin. Sýklarnir geta borizt inn um eðlileg op
á plöntunum (loftaugu, útgufunarop) og einstöku
sinnum komast þeir á frænið og þaðan ofan i stil og
fræleg. Ennfremur geta þeir borizt inn um sár, því að
fyrir bakteríu er blaðlúsastunga eins og borgarhlið.
Dreifing. Dreifing sýklanna getur bæði orðið með
vindi og vatni, og jarðsmitun á sér líka stað. Skor-
dýr gta borið eldvisnunarsýkilinn á milli, fræ brún-
rotnunarsýkil káltegundanna og úisæðið njólasýkil-
inn.
Smitunarskilgrði. Smitunarskilyrðin eru aðallega
hiti og raki, en viðvíkjandi kláða er hitinn einn næg-
ur. Sýrumagn jarvegsins hel'ir einnig örlagaríkar af-
leiðingar fyrir hann.
Varnir: Það getur verið um sótthreinsun jarð-
vegsins að ræða; gætilega meðferð húsdýraúburðar,
sáðskifti og egðilegging sýktra plantna; útrýming
skordýra og afsveppun; sprautun og heppilcgar rækt-
unaraðferðir.
Af þessu hafið þér séð, að bæði bakteriur og svcppir
geta valdið hættulegum plöntusjúkdómum, og að
hugtakið smitandi plöntusjúkdómar nær bæði yfir
sveppasjúkdóma og balcteríusjúkdóma. En í næsta
kafla munuð þér komast að raun um, að til er þriðja
tegund sjúkdóma, „virus“-sjúkdómar eða smitvessa-
sjúkdómar.
V. Smitvessa sjúkdómar plantnanna
(„Virus“ sjúkdómar).
Slái maður orðinu „virus“ (flt. vira) upp í latn-
eskri orðabók, er þýðing þess: „eitur, daunillur
vökvi“. I gömlum ritum um plöntusjúkdómafræði