Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 99
BÚNAHAR R1T
93
1. Jarðsmitun, sem er mjög algeng meðal sveppa-
og ljakteríusjúkdóina, er afar sjaldgæf meðal smit-
vessasjúkdóma. Enn sem komið er, þekkja menn að-
eins eitt áreiðanlegt dæmi þess, og það er hjá ame-
rískum smitvessasjúkdómi á hveiti (Rosette of
Avheat).
2. Fræsmitun. Hún þekkist aðeins hjá tíglaveiki á sal-
ati og einstöku tíglaveiki á ertublómum, eins og ert-
um, baunum og smára. Að óreyndu hel'ði mátt bú-
ast við, að fræsmitun væri mjög algengt fyrirbrigði,
því að öll líffæri plantnanna eru meira eða minna
sýkt á smitvessaveikum plöntum. En eins næmur
sjúkdómur og tíglaveiki á tóbaki getur þó elcki borist
með fræum. Það hefir ekki ennþá tekist að gefa senni-
lega skýringu á þessu einkennilega fyrirbrigði. En
sýnt hefir verið fram á, að hjá einum smitvessasjúk-
dómi (gula á asters), eyðileggjast fræfóstrin undir
eins og smitvessinn hefir náð til þeirra. En hvort
þessi skýring geti gilt almennt er ekki mögulegt að
segja neitt um að svo stöddu.
3. Safasmitun.
a. Við venjulega lcijnlausa æxlun. Sakir þess, að
smitvessarnir eru úthreiddir um alla plöntuna hlýtur
það að vera Ijóst, að sjúkdómurinn herst á nýja ein-
staklinga við kynlausa æxlun ( með hnýðum, láuk-
um, renglum o. fl.).
h. Við dgræðslu. Þar eð ágræðsla er ekki annað eii
einskonar kynlaus æxlun, gildir það sama um hana.
Allir smitvessasjúkdóinar berast á nýja einstaldinga
með ágræðslu. Frá löngu liðnum tímum hafa menn
vitað, að dílótt hlöð margra skrautjurta halda dílum
sinuni eftir ágræðslu. Þekktasta dæmi þess er dílótt
afbrigði skrautjurtar, sem nefnist Abutilon Thomp-
soni. Það var af hreinustu tilviljun að enskir garð-
yrkjumcnn í'luttu Abutilon-afbrigði með guldílóttuin
blöðum lrá Vestur-Indíum til Englands árið 1868.