Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 101
BÚNABARRIT
95
úr sjúkri tóbaksplöntu getur haldið smitunarafli sínu
(Virulens) í mörg ár. Þess eru dæmi, að þurkuð tó-
baksblöð, sem liöfðu verið sjúk, hafi getað smitað út
frá sér 31 ári eftir þurkunina. Og smitvessarnir þoldu
allt að 80° hita.
Menn geta gert sér nokkra hugmynd um smitun-
arafl þessara smitvessa, þegar unnt er að þynna safa
sjúkra blaða með þúsund hlutum vatns, án þess að
smitunaraflið rýrni. Það er fyrst við tíu þúsundfalda
þynningu að smitunaraflið minnkar, en jal'nvel eftii
milljónfalda þynningu er smitunaraflið ekki úr sög-
unni. Jafnmikið smitunarafl virðast smitvessar tígla-
veikinnar á tómötum hafa og eins nokkrir aðrir tigla-
sjúkdómar. Það er augljóst, að ekki þarf nema örlítið
af smiti til þess að sýking eigi sér stað; til þess er
nægilegt að stinga sjúka plöntu með nál og særa síð-
an heilbrigða með nálinni. Þrátt fyrir þetta mikla
smitunarafl geta smitvessarnir þó ekki sýkt öðruvísi
en að sár séu fyrir á plöntunni. En þessi sár þurfa
ekki að vera stór, skordýrastungur, brotin blaðhár o.
fl. er nægilegt til þess að smitun geti átt sér stað.
Yfirleitt eru tíglasjúkómarnir þeir mest smitandi
plöntusjúkdómar, sem menn þekkja. Og sakir þess,
live auðvelt er að framkvæma smitun með þeim, eru
þeir einnig þeir smitvessasjúkdómar, sein menn hafa
liezta þekkingu á.
d. Með safasmitun á lífrænan hátt. Úti í náttúr-
unni er þessi smitunarleið sú lang algengasta, sakir
þess að skordýr flytja smitið með sér, af einni plöntu
á aðra. Það var II. A. Allard. sem fyrst benti á hina
miklu þýðingu skordýranna í þessu sambandi, og
hann sýndi fram á, að ýmsar blaðalúsategundir háru
tiglavciki tóbaksplantnanna með sér (1914). Það er
engin furða, að blaðlýs og önnur skordýr séu smit-
berar, er maður hugsar um, hve lítið þarf al' smiti í
lvvert sinn. Á síðari árum hafa menn komizt að raun