Búnaðarrit - 01.01.1934, Side 105
BUNABARRIT
99
liættan á safasmitun, ef ræktunaraðferðirnar valda
sárum á plöntunum eins og þegar tómötur eru slitnar
af, eða blöð og stönglar eru skornir af (t. d. kálið af
fræmæðrum). Ýmsir tíglasjúkdómar eru ekki bundnir
við eina plöntutegund, en geta lifað á ýmsum öðrum,
sem smitunarhætta getur svo stafað af. Þannig er það
t. d. með tíglaveiki á gúrkum í Ameríku. Hún lifir
bæði á ræktuðum og óræktuðum gúrkum. Tíglaveiki
tómatplöntunnar getur lifað á ýmsum plöntum inn-
an kartöfluættarinnar, og lifir þá smitið oft í rótar-
stönglum þeirra veturlangt, en berst með blaðlúsum
og öðrum skordýrum yfir á tómatplönturnar á vorin.
Milli margra annara nytjajurta getur svona smitun
átt sér stað, og þvi tíðari er hún, sem plönturnar eru
skyldari.
Það er mikill fjöldi, bæði ræktaðra og óræktaðra
plantna, sem getur sýkst af tíglasjúkdómum. Þó eru
þcir algengastir meðal þessara ætta: kartöfluættarinn-
ar (tóbak, kartafla, tóinat o. fl.), ertublómaættarinn-
ar, blágresisættarinnar. rósaættarinnar, körfublóma-
ællarinnar og margra annara tvíkímblaða jurta. En
cinkímblaða plöntur geta einnig sýkst af henni, eink-
um grösin og' liljuættin.
Á kartöflunum eru oft ýms önnur einkenni sam-
fara tíglaveikiseinkennunum. Blöðin geta orðið hrukk-
ólt og þéttstæð og grösin ná oft ekki nema lélegum
þroska. Stundum koma brúnir bletlir eða brúnar
rákir á blöð, stöngla og hnýði. Uppskeran minnkar
og jarðeplin verða minni en ella. Kveði ramt að veik-
inni getur uppskeran rýrnað um allt að helmingi.
Fljótþroska afbrigði sýkjast meir en síðþroska. —
Mönnum hefir tekizt að greina á milli 5 misinun-
andi tíglasjúkdóma á kartöflum.
Á tómötum lýsir tíglaveikin sér á ýmsan hátt.
Slundum eru blöðin óreglulega dílótt og stundum
geta hinir gulu dilar verið mjög reglulegir og greini-