Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 116
110
BÚNAÐARRIT
blöðum og stönglum. Til dæmis er fjórum sinnum
meira kalímagn í blöðum sykurrófunnar heldur en í
rótinni, og ef blöð verða gulleit af ljósleysi er kalí-
inagn þeirra mjög lágt. Þetta atriði bendir til þess, að
plönturnar þurfi kalíums við kolsýrunámið, enda
hefir verið sýnt fram á að byrjun kolsýrunámsins
krefst bæði útfjólublás ljóss og kaliums. Þess vegna má
búast við, að einkenni kalíumskorts komi aðallega
í ljós á blöðunum. Og það mætti reyndar bæta því við.
að blöðin yrðu sennilega gulleit eða með misliturn
blettum. Ég vil nefna nokkur dæini til þess að sýna
fram á, að þessu er svo varið.
Blettir sakir kalíumsskorts geta komið fram á
blöðum ýmsra nytjaplantna, og það svo greinilega að
„kalíhringirnir“ (Kalisyndikaterne) hafa oft gel'ið
út myndir af svona blettóttum blöðum í auglýsinga-
skyni.
Vér skulum fyrst athuga hina svonefndu blað-
randaveiki (Bladrandsyge) á ribsi, er blöðin verða
brúnvisin á röndunum og falla of snemma af. Vöxtur
runnanna minkar og berjatekjan rýrnar. Orsök þessa
sjúkdóms getur verið kalískortur, og þá má oft sporna
við sjúkdómnum, eða draga mikið úr honum, með því
að bera á brennusteinssúrt kalí, eða kalíríkan dýra-
áburð (t. d. hænsnaskít). En blaðrandarveiki eða blað-
randavisnun getur einnig komið af öðrum orsökum.
Hún er ágætt dæmi þess, að margar sjúkdómsorsakir
geta valdið samskonar sjúkdómseinkenniim. Þannig
getur blaðrandavisnun komið í Ijós á nýplöntuðum
runnum, sem hafa óþroskaðar.rætur, eða á gömlum
runnum, sem standa á veðrasömum stöðum og í léleg-
um jarðvegi. í báðum þessum tilfellum er um vatns-
skort að ræða. Blaðrandavisnun getur líka komið í
Ijós á ribsrunnum, sem standa í of leirltendum jarð-
vegi og er það sennilega af ofangreindri ástæðu. Til
þess að koma í veg fyrir blaðrandavisnun verða menn