Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 123
BÚNAÐARRIT
117
cr dc Bary og samtíðarmenn hans skópu kcnning-
arnar um smit og sýkla. Og það var heldur ekki við
öðru að húast. Því að loks höfðu menn handsamað
töfrasprotann. og nú var ekkert lengur dulið. Kart-
öflumyglan var afleiðing af starfi sveppsins Phy-
iophtliora infestans, og þar með var það útkljáð.
Einn sjúkdómur var af völdum þessa svepps og annar
sjúkdómur af völdum annars svepps. Málið gat ekki
einfaldara verið! En menn gleymdu vaxtarskilyrðun-
um frá dögum Theophrast’s og í fögnuði sínum
gleymdu menn, að heitt og rakt veðurfar jók kartöflu-
myglufaraldurinn. En hinir miklu verðleikar Kiihn’s
eru fólgnir í því, að í hinu merkilega riti sínu frá
árinu 1858: Die Krakhreiten der Culturgewáchse,
tekur hann fullt tillit til vaxtarskilyrðanna. Hin rétta
þekking á því, að smitandi plöntusjúkdómur getur
aðeins komið fram af völdum sýkils eða smitvessa,
og að gangur sjúkdómsins er undir öllum vaxtar-
skilyrðunum kominn, er einn hinn allra meti sigur
plöntusjúkdómafræði vorra tíma.
Hin hagnýtta plöntusjúkdómafræði vinnur að því,
að verja plönturnar gegn öllum sjúkdómum, og hún
er því i einu orði sagt plöntuvarnir. Þessar varnir
halda stöðugt áfram að nýjum og nýjum markmið-
um. Það eru margar þrautir, sem leysa þarf og i land-
húnaðinum hætast ávalt nýjar við. Leiðirnar að mark-
inu eru þrjár: Fræðsla, tilraunir og löggjöf. Þessum
leiðum má líkja við vegakerfi. Fræðslan og tilraun-
irnar eru eins og þjóðvegirnir, langir og vel gerðir,
cn löggjöfinni má líkja við veghefilinn, sem jafnar
leiðina. svo hún sé altaf fær. Allir, sem fást við plöntu-
rækt verða að sækja fram í hreiðfylkingu, III varnar
gegn sjúkdómunum, því að vágestanna er allstaðar
von, en enginn veit hvar á vegunum þeir gera aðal-
áhlaupið næst.