Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 125
Nokkrar efnagreiningar áheyi
frá sumrinu 1933.
(Útvarpserindi, fiutt 26. jan. 1934.)
Háttvirtu áheyrendur!
Ég skal byrja með því að skýra stuttlega tildrög þess
jnáls, sem mér er ætlað að flytja hér í kvöld. Eins og
menn muna var heyskapartíð hér sunnanlands mjög
óhagstæð síðastliðið sumar. Hey hröktust því víða til
muna, og þegar farið var að nota þessi hey þótti á því
bera að þau væru létt, og einkaníega að kýr mjólk-
uðti illa af þeim. Ennfremur hafði Búnaðarfélag ís-
lands, í byrjun septembermánaðar, látið gera tvær
efnagreiningar af töðu. Var annað sýnishornið, sem
rannsakað var, frá Breiðabólstað í Fljótshlíð, en liitt
norðan úr Evjafirði. Rannsóknin sýndi mjög ólíkar
niðurstöður, því að greinilegt var, að taðan að norðan
var mikið betri. Af þessum ástæðum þótti sennilegt
að hejr hér sunnanlands hefðu skcnnnst til muna vegna
veðurfarsins í sumar. Stjórn Búnaðarfélags íslands tók
því þá ákvörðun, í samráði við atvinnumálaráðherra,
að sal'na nokltrum töðusýnishornum til efnagreininga,
á svæðinu vestan frá Haffjarðará og austur að Vílt í
Mýrdal. Theódór Arnbjörnsson ráðunautur sá um öfl-
un sýnishornanna, en efnagreiningarnar voru gerðar á
Efnarannsóknastofu Ríkisins i Reykjavík. — Fyrir
nokkrum dögum fól stjórnarnefnd Búnaðarfélags ís-
lands mér að vinna úr niðurstöðum efnagreininganna,
og reyna að draga af þeim ályktanir, sem gætu orðið
bændum á fyrrnefndu svæði til leiðbeiningar um fóðr-