Búnaðarrit - 01.01.1934, Page 154
148
BÚNAÐARRIT
því, ef aðstaðan til fóðuröflunar væri orðin góð og
aðstaðan til skepnuhirðingar og þæginda í hænum
sæmileg. Það er því sýnilegt, að að þvi her að stefna,
að auka þægindin og hæta túnin. Allir virðast sam-
mála um það, að búskapurinn þurfi að eflast og eiga
fagra framtíð framundan. En þá verða líka allir að
vera sammála um að vinna að því.
Bæirnir þurfa að verða vistlegri og bjóða upp á meiri
þægindi. Heyskapurinn þarf að verða ódýrari, af því
að túnin stækki og verði vélslæg.
Skepnurnar þurfa að batna, og umfram allt verða
arðvissari en nú er. Það munar nú í haust meir en
helming, sem meðalærin á einu búinu gefur meiri arð
en á öðru. Það munar líka meira en hehning, sem
meðalkýrin á einu búinu gefur meiri arð en á öðru.
Þennan mun þurfa menn að sjá. Að orsökum hans
þurfa menn að leita. Það, að finna þær og skilja, eru
undirstöðuatriði fyrir þvi, að menn vinni að þvi að fá
hann lagfærðan. Hér byggist mest á einstaklingunum,
sem búin reka: andlegu atgerfi þeirra, vilja, þreki og
búmannsviti.
Og loks þarf vöruverðið að hækka. Bændur verða
að fara að hætta því að undirbjóða hver annan. Þeir
verða að fara að læra að standa saman. Og þeir verða
að krefjast þess af löggjafarvaldinu, að það hjálpi
þeim til þess, og tryggi þeim markað fyrir sínar vörur
í landinu, eftir því sem liægt er. Um allt þetta mætti
rita mikið. Ég geri það ekki. En ég vil að menn
hugsi málið, og vildi leggja drög til þess með þess-
ari grein.
Páskadag 1934.