Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 161
BÚNAÐARRIT
155
höfðu þá á síðustu árum bundist samtökum um á-
hugamál sín, að ég har fram hugmyndina um sam-
tök norskra bænda“.
Skáldið Jónas Dahl lýsir hugsjón Landmarks í
kvæði, er hann flutti honum í virðulegu samsæti, er
honum var haldið á Holmenkollen 1913:
Naar land og strand skal ta et tag,
en viljekraft vi trænger,
et syn som ser i mörket dag,
en röst med ild, som fænger;
et lijertelag, som holder ud,
trods baade storm og regn og slud,
en tro paa ret og retfærdsgud,
det er det, som vi trænger.
Og dette alt, det hadde du
i en forening fager
Staar bonden sammen öst og vest,
da glædes gamle Landmark mest.
Allir formenn sambandsins voru ágætismenn. Land-
mark þekkti ég persónulega, því að hann var kennari
minn í 2 ár. Þótt hann væri þá um sjötugt, þá var
áhuginn brennandi og mælskan fossandi, þegar hann
talaði um áhugamál sín. Hann var barnlaus, en hann
elskaði „Landmandsforhundet“ og bar fyrir því föður-
lega umhyggju, til hinstu stundar. Eg hitti hann sið-
ast 78 ára öldung og þá var áhuginn og umhyggjan
fyrir þessu óskabarni enn hin sama.
Kleist Gedde, skógeigandi, var krypplingur, en
hann varð stór, þegar hann stóð á ræðupalli, enda
minnist ég ekki að hafa heyrt nokkurn mann tala
af öllu meiri eldmóði en hann.