Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 162
156
B Ú N A Ð A R R I T
Gunnar Knudsen var alþekktur og mikils metinn
stjórnmálamaður.
Og Melby ráðherra og bóndi á Heiðmörk, situr á
vel reknu búi sínu, sem ókrýndur konungur norskra
bænda, vegna þess mikla og góða starf, sem hann hef-
ir unnið fyrir þá, sem formaður í Norsk Bondelag —
eins og það heitir síðan 1910 — þau hartnær 30 ár,
sem hann hefir verið formaður þess.
II.
Ég hefi nú hér að framan skýrt nokkuð frá því
hvernig þau urðu til þessi samtök norsku bændanna
sem nú starfa undir nafninu Norges Bondelag, hverj-
um sjónarmiðum var haldið fram, þegar verið var að
koma þeim á og í hverjum tilgangi það var gert.
Eins og áður er sagt tók það tvö ár að stofna fé-
lagsskapinn, og þátttakan var þó ekki meiri en það, að
stofnendurnir voru 253 einstakir félagsmenn og 81
félagsdeild.
Það hefir ekki verið óslitinn vöxtur í félagsskapn-
um, þvi að það hei'ir jafnvel legið við borð, að hann
veslaðist upp ,en heildarútkoman er þó sú, að nú
munu vera í félaginu um 60000 einstakir meðlimir,
um 450 l>ændafélög víðsvegar í sveitum landsins 80—
90 héraðssambönd, um 130 kvennfélög og um 20 ung-
mennafélög, auk ýmsra landbúnaðarstofnana. Og það
er efamál hvort nokkur önnur bændastétt — nema
vera skyldi í Sviss — hefir sterkari fagleg félagssam-
tök en þessi, enda má með sanni segja, að Bændafélag
Noregs sé orðið ríki í ríkinu.
I núgildandi lögum félagsins er tilgangi þess lýst i
1. gr. þannig:
Tilgangur félagsins er að tryggja efnalega og menn-
ingarlega þróun norsku þjóðarinnar, á þjóðlegum og
kristilegum grundvelli.